Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 44

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 44
barna- og unglingastarfið verið aukið veru- lega á síðustu tveimur árum. Þar er stefnt að því að auka þátttöku þeirra í stangaveiði með því að auka fræðslu og auka framboð á heppilegum veiðisvæðum fyrir þennan mikilvæga hóp. í því skyni hefur SVFR samið við veiðifélag Elliðavatns um að fé- lagar í SVFR geti veitt þar ókeypis. Með þessu er t.d. ætlunin að hvetja til fjöl- skylduveiði. Rætt hefur verið við kast- nefndina að halda sérstök kastnámskeið fyrir unga fólkið. Haldin hafa verið nám- skeið í fluguhnýtingum fyrir börn og ungl- inga. Haldið var sérstakt veiðimót fyrir börn og unglinga í Elliðavatni sl. vor með aðstoð Landssambands veiðifélaga, Veiði- félags Elliðavatns og Reykjavíkurborgar og síðast en ekki síst þá bauð SVFR öllum börnum og unglingum í félaginu til veiða í Elliðaám undir leiðsögn færustu manna. Félögin þurfa að vera í góðu sambandi við félaga sína. Eitt af því, sem margir telja æskilegt, er útgáfustarfsemi ýmiss konar. Utgáfa fréttarbéfs á okkar tímum, tímum tölvutækninnar, er mun einfaldara verk en áður var. SVFR gefur út fréttabréfið „Veiðifréttir" auk þess sem félagið gefur út „Veiðimanninn“ í samstarfi við Fróða hf. Stangaveiðifélög eiga að vera opin fé- lög. Upplýsingar, er varða málefni félag- anna og félagsins, eiga að vera aðgengileg- ar öllum félagsmönnum. Á sl. ári tók SVFR upp þá nýbreytni að birta af og til úrdrátt úr fundargerðum stjórnar í Veiði- fréttum. Eins og áður hefur verið nefnt þurfa fé- lagar að sjá ávinning í því að ganga í stanga- veiðifélögin, helst umfram það eitt að geta sótt um veiðileyfi á veiðisvæðum félags síns. Ymis félög, eins og t.d. Stangaveiði- félag Reykjavíkur hafa gefið út sérstök fé- lagskort. Félagskorti SVFR fylgja ýmis hlunnindi, s.s. afsláttur í veiðivöruverslun- um, á vöðluverkstæðum, í reykhúsum o.s.frv. Með þessu er verið að sýna félög- um í verki að þátttaka í SVFR er eftirsókn- arverð og það á fleiri sviðum en bara í beinni veiði. Fiskarnir Veiðifélög þrífast ekki án veiðisvæða. Helst þurfa þau að vera fjölbreytt og spanna yfir sæmilega breytt svið m.t.t. verðlagningar. Þau stangaveiðifélög, sem ekki hafa samið beint við veiðiréttareig- endur, ættu að íhuga samstarf við stærri félög því í mörgum tilvikum er framboð veiðileyfa meira en eftirspurn. Eins er ekki úr vegi fyrir stangaveiðifélög að ganga saman til samninga um veiðisvæði. Á síðastliðnu ári bauð SVFR félögum sínum veiði á 22 veiðisvæðum í 13 ám og vötnum. Þar vantar ekki fjölbreytileikann, því í boði er allt frá góðri og ódýrri (ókeyp- is) silungsveiði í Elliðavatni til frábærrar laxveiði í aflahæstu á landsins, Norðurá. Það hefur verið markmið stjórnarinnar að halda a.m.k. óbreyttu framboði og svo virðist sem það náist fyrir næsta ár. Verð veiðileyfa mun ekki hækka á milli ára. Lokaorð Eg hef komið víða við. Kjarninn í þess- ari umfjöllun minni er einfaldlega sá að þrátt fyrir breytingar eiga stangaveiðifélög alla möguleika á að halda stöðu sinni, þau þurfa einfaldlega að breyta starfsemi sinni í takt við breytta tíma. Breyttar aðstæður gefa okkur fjölmörg sóknarfæri og það er okkar að nýta þau. Höfundur rekur Framnes hf., situr í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og veit fátt skemmtilegra en stangaveiði. 44 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.