Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 46

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Qupperneq 46
GYLFIJÓN GYLFASON , GEDDUVEIÐARI DANMÖRKU Skömmu eftir að ég fluttist til Danmerk- ur bauð danskur vinur minn, Jakob And- ersen, mér í veiðiferð. Jakob hafði verið beðinn um að grisja geddustofninn í tjörnum sem kunningi hans hefur á leigu og hefði ég áhuga væri mér velkomið að slást í hópinn. Jakob hefur til að bera mikla frásagnar- gáfu og áheyrendur hans sitja gjarna and- stuttir og stóreygðir af spenningi við fót- skör hans þegar hann, með útbreiddan faðminn, segir veiðisögur. Hann snýr líka upp á sig og móðgast ef einhver viðstaddra leyfir sér að efast eitt andartak um sann- leiksgildi frásagna hans. Ég sagði því ekki neitt þegar Jakob útskýrði fyrir mér ástæðuna fyrir því að hann hefði verið beð- inn um að veiða í tjörnunum. Risageddan og labradortíkin Tjarnirnar og umhverfi þeirra eru leigð- ar út til fuglaveiða. Einu sinni bar svo við að einn leigutakinn var á andaveiðum yfir tálfuglum. Hann skaut stokkönd sem féll niður í miðja tjörnina. Veiðimaðurinn sendi með mikilli gleði ættbókarfærða labradortík sína eftir fugl- inum. Fölskvalaus veiðigleðin snérist hins vegar upp í andhverfu sína þegar veiði- maðurinn sá að hundurinn var eltur af gul- grænleitu ferlíki sem hafði bæði burði og löngun til að éta tíkina! Skelfingu lostnum labradoreigandanum segist svo frá að hundurinn og risageddan hafi svamlað hvort eftir öðru góða stund vegna þess að þegar hundurinn heyrði skvampið í ferlík- inu hélt hann að þar væri komin skepnan sem ætti að sækja og missti því snarlega allan áhuga á öndinni. Geddunni hefur sennilega fundist ógeðfellt að hafa hunda- hár á matnum sínum því hún hætti skyndi- lega eltingaleiknum sem varð til þess að hundurinn færði eiganda sínum andarkvik- indið með hefðbundnum hætti. Geddur eru sem sagt gráðug ránkvikindi sem Danir á góðum degi kalla krókódíla. Pær geta orðið mjög stórar, veiðst hafa fiskar sem vega á milli tuttu og þrjátíu kíló. Geddur lifa á fiski og yfirleitt öllu öðru sem þær komast í tæri við og tönn á festir. Danskurinn þóttist því viss um að hér væri komin skýring á hvarfi andarunganna, sem hann hafði sleppt á tjörnina um vorið og einsetti sér að siga stangaveiðimönnum í tjörnina svo vinna mætti bug á illvættinni. Á veiðislóð Að sögn Jakobs vorum við fyrstu stanga- veiðimennirnir sem höfðum fengið að veiða þarna í meira en 10 ár. Þess vegna væri góð von til að setja í forsögulegar risa- geddur sem lifðu á að minnsta kosti púðl- um og pekinghundum, þótt þeim hefði ekki hugnast labradortíkin. Pegar við lögðum af stað bættist þriðji veiðimaðurinn, Ole Kunnerup, í hópinn. 46 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.