Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 50

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 50
og frá fyrstu stundu er ljóst að þar fer höfð- ingi af stærri gerðinni. Um hádegisbilið hafði ég ekki sett í fleiri fiska, en tvisvar elti gedda hjá mér fluguna og í seinna skiptið var um að ræða stóran fisk að minnsta kosti 6-7 kíló. Sá hætti ekki við fluguna fyrr en hún var komin alveg upp í stangartopp. Stóra geddan sneri frá við fæturna á mér, svo nálægt, að þegar hún varð vör við að ekki var allt með felldu, skvetti hún vatni yfir fæturna á mér. Danskurinn hafði, meðan á þessu stóð, ekki orðið var við geddur en þeim hafði hins vegar tekist að veiða nokkra skalla sem þeir geymdu lifandi í tunnu svo þá mætti nota sem beitu síðar meir. Matarhlé Við tókum okkur matarhlé á haftinu milli tjarnanna þar sem ég hafði orðið var við stórfiskinn. Bækistöðin og nestið er eitt af því allra mikilvægasta í dönskum veiðitúr. Eitt af skemmtilegum sérkennum Dana er, hversu mikil nautn þeim er í að borða og nota þeir hvert tækifæri sem gefst að gera vel við sig í mat. Nestið verður að vera vel útilátið og smurt eftir kúnstarinnar regl- um, og ef ekkert veiðist hafa þeir alla vega haft góða lautarferð upp úr krafsinu. Þessa nestismenningu hafa fáir Islendingar til- einkað sér. Til marks um það hyldýpi sem er á milli veiðimanna þessara þjóða hvað nestið varðar, hnussaði Jakob þegar hann veiddi með mér í fyrsta skipti og sá hvað ég hafði með mér til átu hnausþykka samloku með osti: „I har slet ingen kultur oppe i Island!“ í Landi Margrétar er heldur ekki óalgengt að hitta á árbakka veiðimenn með þriggja hæða lagskifta nestispakka, þar sem hver brauðsneið er lítið og langt frá því látlaust listaverk. Meðan við borðuðum benti ég þeim á, hvar ég hefði orðið var við fisk. Ég er ekki viss um að þeir hafi trúað mér því sjálfir höfðu þeir ekki séð fisk, hvað þá orðið varir. Það ýtti enn frekar undir vantrú Baunanna að í síðasta kasti hafði ég fest fluguna langt uppi í krónu stæðilegs birki- trés og ekki nennt að verka fluguna niður úr trénu. Ég hafði látið mér nægja að draga inn línuna og síðan lagt stöngina upp að trénu. Ole spurði glottandi hvað veiði- stöngin væri að gera þarna við tréð. „Den leger flagstang“ svaraði ég snúðugt og fékkst ekki til að ræða málið frekar. Æsist leikurinn Eftir „frokost“, með tilheyrandi Gam- meldansk, setti Jakob stóran wobblerspón á kaststöngina og spurði í sömu andrá og hann kastaði út. „Var það hérna sem þú sást stóru gedduna?“ Um leið og wobbler- inn lenti í vatninu hvarf hann með miklum boðaföllum og gusugangi og stöngin bogn- aði niður að handfangi. Jakob gólaði af gleði og tók hraustlega á móti. Eftir um það bil tíu mínútna barning náði Jakob fiskinum að bakkanum og þarna í vatns- skorpunni áætluðum við þyngd geddunnar 5-8 kfló. Okkur gekk brösuglega að koma skepnunni upp á bakkann, sem var hár þarna við haftið og hvergi hægt að vaða út í. Silungsháfurinn, sem við vorum með reyndist allt of lítill og í hvert skipti sem Ole reyndi að háfa skepnuna tókst henni að snúa sér þvert á háfopið. Ole hafði það eitt upp úr tilraunum sínum að honum tókst, nokkrum sinnum, að lyfta ferlíkinu hátt á loft, Jakob til mikillar örvæntingar sem hann lét í ljós með því að samantvinna nokkur vel valin blótsyrði milli þess sem hann ákallaði himnafeðgana. Ekki tók betra við þegar við reyndum að sporðtaka kvikindið, því ólíkt laxfiskum er ekkert hald við stirtluna á geddum. Það bætti ekki 50 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.