Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 51

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Blaðsíða 51
úr skák, að í hvert skipti sem við reyndum að nálgast kvikindið með lúkunum, beraði skepnan skoltana með fleiri hundruð nál- hvössum tönnum, þær lengstu 2-3 senti- metrar á lengd. Við Ole náðum loksins að koma höndunum undir belginn á skepn- unni og sviptum henni á land með sam- stilltu átaki. Með vel útilátnu höggi rotaði Ole gedduna með „presti“ sem hann dró upp úr pússi sínu. Fiskurinn reyndist vera 7 kíló að þyngd og 97 sentímetrar að lengd. A bakkanum upphófust mikil fagnaðarlæti sem reyndar veittu mér meiri fullnægju en danskinum eins og þeir einir skilja sem heyrt hafa Dani hrópa húrra. Loksins veiðist Ólíkt bjartara var nú yfir veiðiskapnum. Við skiptum liði, Jakob var ófáanlegur af haftinu með wobblerinn, Óli fór í stærri tjörnina með nokkra skalla, sem hann ætl- aði að beita, og ég ákvað að reyna fyrir mér í minni tjörninni með tobyspón, því ekki var hægt að veiða nema lítinn hluta tjarnar- innar með flugu. Ég veiddi mína fyrstu geddu eiginlega um leið og mér hafði tekist að brjótast í gegnum þyrniflækjuna niður að tjörninni. Ég dró sjö gramma tóbyspón- inn þétt við sefkant sem þarna var. I þriðja kasti setti ég í fisk og landaði honum eftir 2-3 mínútur. Þetta reyndist hinn skemmmtilegasti fiskur viðureignar, tæp þrjú kfló og ekkert nema kjafturinn og tennurnar. Geddur taka allt öðru vísi á móti en laxfiskar. Þær veita oft litla mótspyrnu framan af, þar til þær eru komnar svo nærri landi að veiðmaðurinn getur því sem næst rétt út hönd og snert þær. Þá tryllast þær gersamlega og berjast um í vatnsskorp- unni. Mér veittist auðveldara að landa þessum fiski en trölli Jakobs, ég dró gedduna ein- faldlega í gegnum sefið og upp bakkann. Eftir að hafa aflífað fiskinn gaf ég mér góðan tíma til að skoða hann og skyldi nú af hverju Ole hafði harðbannað mér að fara með fingurna inn í tálknin á skepnunni hans Jakobs. Tálknin eru nefnilega hár- beitt og mjög auðvelt að skera sig á þeim. Ég hélt áfram uppteknum hætti og kast- aði tóbyspúninum þar sem ég komst niður að tjörninni og varð töluvert var við fisk. Þegar var farið að bregða birtu hafði mér tekist að landa tveimur geddum til viðbót- ar sem voru ívið minni en sú fyrsta, reynd- ist önnur vega kíló og hin tvö kíló. Mér fannst nóg komið af veiðiskap og rölti ánægður með aflann yfir á haftið góða. Þeir félagar voru þá einnig hættir veiðiskap og hafði Jakob ekki fengið neitt en Ole hafði fengið tvær geddur á skallana, aðra tvö kíló að þyngd, hina mjög væna, heil fimm kíló að þyngd. Við gerðum að fiskinum og lék mér mik- il forvitni á að komast að því hvað þær hefðu verið að éta blessaðar. Þær voru all- ar með nýgleypta skalla eða smágeddur í magasekknum. Minnsta geddan reyndist hafa sporðrennt stærsta smáfiskinum. Ég brá málbandinu á hann og reyndist sá vera nákvæmlega 30 sentimetrar á lengd! Mér þótti mikið til koma. Það er ekki hægt ann- að en bera virðingu fyrir ránfiski sem er fær um að gleypa í heilu lagi fisk sem er meira en helmingurinn af eigin lengd. Þegar hér var komið sögu var farið að skyggja og veiðiferðin varð því ekki lengri. Jakob fór mikinn á heimleiðinni, varð tíð- rætt um frumstæða eyjarskeggja ættaða norðan úr ballarhafi. Þeir gætu svo sem veitt dálítið af laxi og silungi þar sem nóg væri af þeim fiski, en væru hins vegar alger- lega ófærir til veiða, eða að lesa veiðivon í danskættuðum veiðivötnum. Höfundur er námsmaöur í Danmörku VEIÐIMAÐURINN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.