Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 53
til staðar, mikill dauði á sér einungis stað ef
umhverfisskilyrði eru erfið fiskinum og
hann verður fyrir mikilli streitu. Fátítt er
að kýlaveiki leiði til aflabrests.
Kýlaveiki á íslandi
Miðað við útbreiðslu sjúkdómsins á síð-
ustu árum má segja að aðeins hafi verið
spurning um hvenær hann kæmi hingað en
ekki hvort. Astæðan fyrir því að íslenskur
lax smitast getur verið sú að hann gengur
með laxi annarra landa í hafinu. Alltaf eru
líka einhverjir laxar sem villast af leið.
Þetta á þó einkum við um eldislaxa sem
sloppið hafa úr eldiskvíum og rata síður til
baka. Lax í eldi hefur víða smitast og getur
því verið smitberi jafnvel þó að hann hafi
verið bólusettur. I sjávarveiði á laxi við
Færeyjar hefur síðustu ár verið allt upp
undir 40% aflans lax upprunninn úr eldi.
Einungis þarf einn smitbera sem villist upp
í íslenska á til að sjúkdómurinn sé kominn.
Kýlaveiki uppgötvaðist fyrst í Elliðaán-
um í laxi sem fannst dauður eða nær dauð-
ur á grind við teljara í ánum seinni hluta
júlímánaðar. Starfsmaður Rafmagnsveitu
Reykjavíkur kom með laxinn á Veiðimála-
stofnun þaðan sem hann var sendur á fisk-
sjúkdómadeildina á Keldum. Næstu daga
fundust fleiri laxar. I byrjun ágúst var til-
kynnt um að kýlaveiki hefði greinst. Þá
kom einnig í ljós að í seiðum, sem sleppt
var um vorið, var kýlaveiki. Um Hvíta-
sunnu komu upp afföll í seiðunum og voru
þau úrskurðuð sýkt af umhverfisbakteríum
og sett á lyfjameðferð sem virkaði vel. Að
seiðin skyldu smitast af árvatninu um vorið
bendir eindregið til að smit hafi verið í
ánum haustið 1994.
Fram á haust fundust svo nokkrir tugir
laxa dauðir eða verulega sýktir af kýlaveiki
í ánum. Arnar voru gengnar daglega til
þess að leita að og fjarlægja dauða fiska.
Einungis örfáir laxar, sem voru sýnilega
sýktir, veiddust enda ólíklegt að sjúkur lax
bíti á færi. Einnig fundust nokkrir urriðar
með kýlaveiki.
Eftir veiðitíma nú í haust var öllum ný-
gengnum (lúsugum) laxi, sem gekk í kist-
una við rafstöð, safnað og hann sendur í
rannsókn í fisksjúkdómadeildina á Keld-
um. Þetta var gert til að meta hvort lax væri
að koma sýktur úr hafi og ef svo væri hver
uppruni þess fisks væri, en hreistursýni var
tekið af öllum fiski sem fór í greiningu.
Talsvert erfitt mun vera að greina kýla-
veiki í fiski og jafnvel þó að fiskur sé smit-
aður er ekki víst að bakterían greinist í
þeim prófum sem gerð eru. Til að svo megi
verða þarf magn baktería að vera talsvert í
fiski. Nær útilokað er að sýking hafi náð sér
upp á þeim stutta tíma sem þeir voru í ánni.
Laxarnir voru lúsugir, en laxalús eins og
þeir voru með lifir einungis skamman tíma
í ferskvatni (2 sólarhringa). Niðurstaða
rannsóknanna varð sú að af þeim löxum
sem fóru í greiningu voru 3 laxar með kýla-
veikismit. Þar af voru 2 af náttúrulegum
uppruna en einn upprunninn úr göngu-
seiðasleppingu, annað hvort þá í hafbeitar-
stöð eða í veiðiá. Öll gönguseiði sem sett
hafa verið í Elliðaárnar hafa verið merkt
svo að fiskurinn hlýtur að vera ættaður
annars staðar frá, því hann var ómerktur.
Annað hvort hafa þessir laxar sýkst í hafi
eða áður en þeir fóru í sjó. Náttúrulegu
laxarnir eru væntanlega úr Elliðaánum og
gætu því hafa smitast þar. Ef svo er þýðir
það að kýlaveiki var komin í árnar 1993.
Hvað varðar þriðja fiskinn þá getur hann
verið úr hafbeitarstöð eða veiðiá annarri
en Elliðaánum og hafa sýkst þar, sem þýðir
þá að sjúkdómurinn er útbreiddari en talið
er. Um þetta er hins vegar ekkert hægt að
fullyrða.
í hafbeitarmóttöku laxeldisstöðvarinnar
í Kollafirði greindust einnig laxar með
kýlaveiki, sem í fyrstu var talið að hefðu
VEIÐIMAÐURINN
53