Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 55

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 55
að þeir beri ekki smit á milli. Geta má þess að veiði og rannsóknartæki Veiðimála- stofnunar eru sótthreinsuð þegar þau eru flutt milli vatnakerfa. Laxahrogn, sem not- uð eru sem beita, eru einnig varasöm og geta hæglega borið með sér smit. Stanga- veiðimenn ættu því að hætta algerlega að nota þau en í því sambandi er vert að minna á að kýlaveiki getur einnig lagst á silung. Ár og vötn þar sem þéttleiki fisks er mikill og vatnshiti verður hár og vatnsstaða lækkar mikið eru líkleg til að verða verst úti vegna kýlaveiki, berist þangað smit, ef litið er til reynslu erlendis frá. Síðustu ár hefur færst í vöxt að menn girði af ár eða hluta þeirra og flytji þangað fisk gjarnan lax úr hafbeitarstöð. Slíkt er afar varasamt þar sem fiskur sem gengur úr hafi getur borið með sér sjúkdóma. Ef slík- um fiski er sleppt í vatnakerfi þar sem nátt- úrulegur fiskur er fyrir stafar að auki mikil hætta af aðkomufiskinum vegna erfða- blöndunar. Slíkir flutningar ættu því að vera bannaðir með öllu í vatnakerfi þar sem fyrir eru náttúrulegir veiðistofnar. í þessu sambandi er ekki úr vegi að staldra við og spyrja hverju menn séu að sækjast eftir í veiði. Vilja menn veiða náttúrulegan fisk í ósnortnu umhverfi eða alinn fisk í girðingu? Eflaust eiga báðir möguleikar rétt á sér, en fyrri kostinn velja fleiri og meta hann verðmeiri. Þar sem boðið er upp á alifiskinn verður að búa svo um hnút- ana að ekki sé gengið á íslenska náttúru. Skylda þeirra sem stunda slíka iðju ætti að vera sú að þeir valdi ekki skaða á náttúru- legum stofnum, hvorki erfðafræðilega, sjúkdómalega né með gönguhindrunum. Slíkra sannanna ættu yfirvöld að krefjast sem leyfin veita. Að eiga kost á að veiða náttúrulegan fisk í ósnortnu umhverfi eru mikil forréttindi, þar sem slíkum möguleikum fer hraðfækk- andi í veröldinni. Við ættum því að leggja allt kapp á að skaða ekki íslenskar ár og vötn og fiskstofna þeirra með gerðum okkar. Höfundur er sérfræðingur á Veiðimálastofnun STYRKIR ÚR FISKRÆKTARSJÓÐ11995 Upphæð í Styrkþegi Verkefni þús.kr. Veiðimálastofnun Gæði gönguseiða í fiskrækt 6.470 Veiðimálastofnun Gildruveiði og merking náttúrulegra gönguseiða 1.000 Veiðimálastofnun Mat á töku lax í hafbeitarstöð við Breiðafjörð 1.000 Veiðimálastofnun Smáseiðasleppingar ofan fossa 600 Veiðimálastofnun Árangur af sleppingu haustseiða 600 Veiðimálastofnun Rannsóknir á göngum sjóbirtings 600 Alþ .laxakvótanefndin Kaup á laxakvóta í N-Atlantshafi 6.000 Veiðifélag Kjósarhr. Eldisaðstaða í Brynjudal 350 Veiðifélag Selár Brúarsmíði á Selá 300 Veiðifél.Skjálfandafl. Framkvæmdir við Hrúteyjarkvísl 150 Veiðifélag Fnjóskár Sleppitjarnir við Fnjóská 150 Veiðif. Gljúfurár, Hún. Kaup á laxateljara 250 Veiðifél. Mýrarkvíslar Laxastigi 250 Jón Kristjánss. vlíffr. Smíði sérbúins vatnaveiðibáts 250 Samtals 17.970 VEIÐIMAÐURINN 55

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.