Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 61

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 61
TUNGUFLJOT Fyrsti lax sumarsins veiddist 30. júlí og reyndist hann jafnframt vera sá stærsti þetta árið. Um mitt sumar kom hlaup í Skaftá. Það kom með miklum krafti úr Eldvatni og ruddist alveg upp að brúnni yfir Tungu- fljót. Þetta gerðist þegar við áttum von á að fá okkar bestu laxagöngur í Tungufljót. Teljum við að eitthvað af laxi hafi drepist þegar þessi aur ruddist yfir vatnasvæðið og sé þar komin skýringin á því hversu lítið veiddist af laxi þetta sumar. Sjóbirtingsveiðin var þokkaleg þetta ár- ið miðað við að Vatnamótin, sem hafa verið talin besti veiðistaðurinn í ánni og hafa gefið allt að 70% af sjóbirtingsveið- inni undanfarin ár, voru óveiðanleg vegna hlaups í Hólmsá og Eldvatni. í staðinn var mun betri veiði upp með allri á og veiddist á stöðum sem hingað til hafa sjaldnast gef- ið fisk. I sumar settum við upp sólarsellu í veiði- húsið og mæltist það vel fyrir meðal veiði- manna, sumir voru þó helst til of ljósglaðir og tæmdu rafgeymana þannig að næstu menn voru ljóslausir. Arnefndin hefur hug á að setja upp aðra sellu og þá ætti að vera nóg ljós næsta sumar. Einnig vonumst við eftir að geta endurnýjað húsbúnaðinn sem er orðinn mjög slitinn. Öll umgengni í veiðihúsinu var mjög góð, utan fárra tilfella þar sem menn skyldu allt eftir sig fyrir aðra að þrífa og ættu þeir menn að hugsa sinn gang. Eitt- hvað bar á misskilningi með lykla að veiði- húsinu og er það mjög slæmt. Arnefndin mun sjá til þess að þetta verði komið í lag fyrir næsta veiðitímabil. Veiddir laxar 1995: Veiðitölur Breiðafor Fitjabakki Klapparhylur Bjarnarfoss Búrhylur 12 5 2 2 1 Alls: 22 Meðalþyngd: 6.5 pund. Fjöldi Kyn: Hængur 12 Hrygna 10 Agn: Spónn 10 Maðkur 9 Fluga 3 Stærsti laxinn var 14,5 pund. Hann veiddi Jón Orri Magnússon 30. júlí. Veiddir sjóbirtingar: Alls veiddust 175 sjóbirtingar, meðal- þyngd var 4,2 pund. Stærsti sjóbirtingurinn veiddist 2. okt., veiðistaðurinn var Fitjabakki, þyngdin var 13 pund, veiðimaður var Páll Stefánsson. Stærstu sjóbirtingar Fjöidi Þyngd 2 12 2 11 10 10 4 9 10 8 Alls veiddust 64 bleikjur. VEIÐIMAÐURINN 61

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.