Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 64

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Síða 64
Frá aðalfundi LS. Ljósmynd Rafn Hafnfjörð. ADALFUNDUR LS1995 Aðalfundur Landssambands stanga- veiðifélaga var haldinn að Hótel Sögu 11. nóvember sl. Jón G. Baldvinsson var end- urkjörinn formaður. Á fundinum mættu rúmlega 40 fulltrúar 7 stangveiðifélaga af svæðinu frá Borgar- nesi að Selfossi. í Landssambandinu hafa flest verið 26 félög. Aðalerindi fundarins flutti Gísli Jóns- son, dýralæknir fisksjúkdóma, og lýsti smitleiðum og ferli kýlaveikinnar sem get- ur orðið mjög skæð við tilteknar aðstæður, svo sem vatnsskort, hátt hitastig og þétt- setu, sérstaklega í fiskeldi. Gísli sagði að veiðimenn þyrftu að sýna aðgæslu þegar farið væri á skömmum tíma milli vatna- svæða, hann teldi nauðsynlegt að sótt- hreinsa veiðitæki sem notuð hefðu verið í hugsanlega sýktu veiðivatni. Hins vegar hvatti hann veiðimenn til að halda ró sinni og reynsla annars staðar sýndi að veikin færi hraðast fyrst en síðan hægði á henni. Við næðum aldrei að uppræta sjúkdóminn en yrðum að beita öllum ráðum til að milda afleiðingar hans. Miklar umræður urðu um framtíð LS og kom í ljós að fjárhagsstaða margra aðildar- félaga er slæm og því yrði að lækka allan tilkostnað og útgjöld sem þeim væri gert að greiða. Stjórn LS þyrfti að skerpa stefnu- mið og leiðir í hagsmunabaráttu fyrir félög- in, leita nýrra tekjustofna til að fjármagna rekstur sambandsins, breyta lögum í sam- ræmi við kröfur tímans, vinna að kynning- arstarfi, efla tengslin við stangaveiðifélög- in og fylkja þeim undir fána Landssam- bandsins. Ályktunartillögur voru samþykktar um að skora á stjórnvöld að efla löggæslu til að hindra ólöglegar laxveiðar í sjó að leita leiða til að hefta útbreiðslu kýlaveiki að hætta við áform um að sameina Veiðimálastofnun öðrum rannsókn- arstofnunum landbúnaðarins. Loks samþykkti fundurinn að stjórn LS skyldi endurskoða þátttöku sambandsins í NSU, Nordisk Sportsfiskerunion. GP 64 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.