Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 69

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Side 69
treg til þess að hægt sé að halda úti rit- stjórnarstefnu er byggir einvörðungu á skrifum um stangaveiði. Hvað hefur verið reynt af hans hálfu og ritstjórnar til þess að laða menn til þess að skrifa í tímaritið? Hafi viðleitnin til þess að fá hinn almenna félagsmann til þess að ljá tímaritinu efni verið einhver þá hefur hún a.m.k. farið fram hjá þeim sem hér heldur á penna. Les hann þó allt ritmál og tilkynningar sem honum berast frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Ritstjórnarstefnu blaðsins er einfaldlega breytt án þess að minnsta til- raun sé gerð til þess að hvetja hinn al- menna félagsmann til skrifa í tímaritið. Sú viðleitni hefur verið viðhöfð að hvetja fé- laga og áskrifendur til að stinga niður penna fyrir Veiðimanninn, með því að bjóða veiðidaga í verðlaun fyrir besta efnið sem berst hverju sinni. Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert hefur verið gert í þá áttina í síðustu tölublöðum. Einhvern veginn læðist að manni sá grunur að hér sé ekki um full heilindi að ræða af hálfu aðstandenda blaðsins. Par held ég að ábyrgðin liggi ekki síður hjá ritnefnd S.V.F.R. en ritstjóra. Sjónarmið félagsins eru fyrir borð borin með þessum breytingum og sjónarmið hins nýja útgef- anda hafa orðið ofan á. Hér vísa ég til þess að í samningum útgefandans við S.V.F.R. var gengið svo frá málum að útgefandinn hætti útgáfu tímaritsins Á veiðum, sem helgað var stanga- og skotveiði, þegar við- komandi tæki við útgáfu Veiðimannsins. Hér eru einföld viðskiptasjónarmið á ferð- inni og hverjum manni má vera ljóst að afkoma veiðitímarits sem þjónar báðum hópum — stangaveiðimönnum og skot- veiðimönnum — gefur betur í aðra hönd þar sem að höfðað er til stærri hóps áskrif- enda, kaupenda og auglýsenda. Ég virði og skil sjónarmið útgefandans sem e.t.v. ósk- ar að breyta ritstjórnarstefnunni af ofan- greindum ástæðum. En ég get með engu móti virt þá réttlætingu ritstjórans, að sök- um vandkvæða í efnisöflun (að óreyndu), þá beri nauðsyn til slíkra breytinga. Slík vinnubrögð minna helst á veiðimann sem kastar fyrst spæni að veiðistað, áður en fínlegri veiðarfæri eru reynd. Mér þykir því hvort tveggja miður: Að málgagn stangaveiðimanna skuli vera helgað skotveiði og að slík vinnubrögð hafi verið viðhöfð við að koma þeirri breytingu á. • Einhver kann nú að hreyfa þeim and- mælum við máli mínu, að hér sé um óþarfa íhaldssemi að ræða. Það sjónarmið hefur ævinlega skotið upp kollinum þegar breyt- ingum á Veiðimanninum hefur verið hreyft. Vegna hugsanlegra andmæla af þessu tagi setti ég formálann hér að fram- an. Um nokkurt skeið hafa togast á tvö sjón- armið varðandi Veiðimanninn. Annars vegar eru þeir sem hafa viljað koma á breytingum nánast breytinganna vegna og hins vegar þeir sem vilja varðveita ákveðna grunnþætti í þessu tímariti. (Reyndar er uppi þriðja sjónarmiðið og snertir það að mínu mati helst útlitsbreytingar Veiði- mannsins. Þessu sjónarmiði er, að því er mér virðist, helst haldið fram af aðilum sem hafa átt beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta varðandi framleiðslu blaðsins. Þessir aðilar hafa, í heift sinni yfir glötuð- um viðskiptum, gagnrýnt nær allt sem lýtur að Veiðimanninum í seinni tíð. Þetta sjón- armið ræði ég ekki frekar hér þar sem það er hlutdrægt og því vart umræðuvert). Ég kemst ekki hjá því að ræða málefni Veiðimannsins í ljósi annarrar fjölmiðlunar í þessu landi. Þar togast orðið á tvær fylk- ingar. Fjölmiðlar sem keppast við að færa neytandanum efni sitt á forminu: Stutt, skreytt og hraðsoðið annars vegar og ítar- VEIÐIMAÐURINN 69

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.