Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 70

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 70
legt, einfalt og aðhaldssamt hins vegar. Hvort tveggja þjónar sínum tilgangi og er ágætt í sjálfu sér en raskist meðalhófið í þessari framsetningu hvors um sig er ekki von á góðu. Því miður hefur meðalhófinu verið sleppt í tilfelli /íraðsnðnfjölmiðlunar- innar í seinni tíð. Nú tröllríða okkur fjöl- miðlar sem leita uppi það lægsta og aum- asta í mannskepnunni, ástunda óvönduð vinnubrögð og gera sig bera að hégóma- skap, þannig að hinn almenni borgari má hafa sig allan við að falla ekki fyrir skrumi þeirra, haldi hann ekki vitund sinni vak- andi. Einhvern veginn er það tilfinning mín að þeir sem hæst hafa talað um nauðsyn breyt- inga á Veiðimanninum síðustu ár, tilheyri þeim flokki manna sem hafa tileinkað sér Greinarhöfundur með 10 punda hœng úr Ver- skálahyl í Sandá 1995. eða fallið fyrir vinnubrögðunum stutt, skreytt og hraðsoðið. Ég vil síðastur manna mæla fyrir því viðhorfi að Veiðimanninum megi ekki breyta. En hann þarf að varðveita. Ég ólst upp við að lesa Veiðimanninn og það sem þar var best gert hefur aldrei skilið sig við mig því þar er margt að finna sem virðingar er vert. Einhvern veginn er það svo að í gegnum tíðina hefur S.V.F.R. borið gæfu til þess að eiga ritstjóra sem borið hafa skynbragð á stílbrigði og bókmenntir. Menn sem skilið hafa mikilvægi þess að binda í orð stemmningu við vatnsbakka, eðli og ásýnd náttúrunnar sem umlykur vatnsföllin okkar, samband veiðimanns og lónbúa og augnablikin einstöku í veiðiskap sem ár eftir ár draga menn aftur að ánum. Augnablikin sem eru svo einstök að þeim verður vart lýst með orðum. Það er þessi vandi, vandinn að færa hið ósegjanlega í orð, sem ætti að vera hverjum veiðimanni hvöt til að stinga niður penna. Það er þessi andi veiðiskaparins, sem dregur veiði- manninn til þess að lesa um veiði þegar líður að vori, og hann þarf að varðveita. Honum verður aldrei skilað á forminu stutt, skreytt og hraðsoðið. Því miður hafa vinnubrögð hraðsuðunn- ar náð að teygja sig of langt inn á borð ritstjórnar Veiðimannsins í seinni tíð. Með þessum vinnubrögðum barst ákveðinn ferskleikablær, eins og ætíð gerist þegar bryddað er upp á nýjungum, en það sem ég hef hér að framan kallað varðveislusjónar- mið hefur því miður ekki verið haft að leið- arljósi. Kannski er í því fólgin ein skýringin á því hvers vegna ritfærir menn í röðum veiði- manna hafa haldið að sér höndum og verið tregir til að láta frásagnir sínar af hendi. Það þarf að standa vörð um Veiðimann- inn og varðveita og vinna í anda þess sem vel er gert, því þar í felst okkar eina von um menningu. Þetta er ekki afturhaldssemi. Við þurfum að varðveita Veiðimanninn þannig að hann haldi áfram að vera það sem hann er: Málgagn stangaveiðimanna.* * Rétt er að taka fram að grein þessi var skrifuð eftir að 145 tbl. Veiðimannsins kom út sem var fyrsta blað eftir breytingu. Pær breytingar sem ég geri að um- ræðuefni mínu hafa síðan enn frekar fest sig í sessi með því að lengra er gengið og undirtitli tímaritsins er breytt í málgagn veiðimanna. Ég spyr því enn og aftur: Sætta félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykja- víkur sig við slíka breytingu? Höfundur er forstöðumaður Háskólaútgáfunnar og jafnframt ritstjóri Veiðifrétta SVFR 70 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.