Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 72

Veiðimaðurinn - 01.12.1995, Page 72
fiskinn og hausaði. Skildi svo hausinn og slógið eftir á vatnsbakkanum. Var nú komið að kvöldmatartíma og kom sér þá vel að hafa haft lambakjötið meðferðis en bleikjan var einnig grilluð og notuð sem forréttur. Bragðaðist hvoru- tveggja afbragðsvel. Eftir matinn var kom- in ró yfir mannskapinn og var ekki hugað að veiðiskap frekar. Síðan skriðu hjónin og dóttirin í poka sína. Jónas hins vegar var ekki í neinu skapi til að taka á sig náðir, sólin var að hníga til viðar og kyrrðin og veðrið svo gott að hann gat með engu móti haldið sig inni í tjaldi. Fór hann með stöng sína að vatnsbakkanum og kastaði nokkur köst. Stuttu síðar fékk hann murtu á færið og var henni fljótlandað. Settist hann þá niður og naut veðursins. Jónas varð nú var við eitthvað sem skaust hægra megin framhjá honum. Hann leit til hliðar og sá hvar minkur hljóp að vatnsbakkanum og sótti sér silungshausinn sem hann hafði skilið þar eftir fyrr um kvöldið. Minkurinn snéri síðan við og fór með hausinn í holu sína sem var þar rétt fyrir aftan Jónas. Skömmu síðar kom minkurinn aftur úr holunni. Jónas tók nú murtuna, sem hann hafði veitt skömmu áður, og hélt um hausinn og veifaði fiskin- um í átt til minksins. Minkurinn varð strax var við þetta og þefaði út í loftið. Hann gerðist nú nokkuð áræðinn og nálgaðist Jónas og murtuna, snéri þó aftur til baka en fór ekki langt þar sem hann hafði séð gómsætan bita sem hann gat fengið fyrir lítið. Nálgaðist hann nú murtuna sem fyrr og teygði Jónas út hendina, við það skrjáf- aði í úlpu hans og minkurinn snéri við. Tekur Jónas nú á það ráð að hreyfa hend- ina til að venja minkinn við hljóðið. Mink- urinn kom nú aftur til Jónasar en þorði þó ekki að taka murtuna. Hljóp hann nú til baka að greni sínu og heyrði Jónas nú að minkurinn var fyrir aftan hann. Hann hélt um hausinn á murtunni með hægri hendi og dilnglaði henni við vinstri hlið sér. Fylgdist hann síðan með minknum útund- an sér. Virtist nú vera hlaupið kapp í mink- inn og ætlaði hann sér að ná í fiskinn. Er hann var við það að taka við fiskinum tók Jónas með vinstri hendi í hnakkadrambið á minkinum og hélt fast. Gaus þá upp þessi ferlega ólykt sem minkurinn gaf frá sér. Kvaðst Jónas hafa verið hræddastur við að sleppa því þá hefði hann átt á hættu að vera klóraður og bitinn. Jónas hélt nú um hnakkadrambið á minknum og fór með hann niður að vatni þar sem honum var drekkt. Eftir þetta fannst honum tími til kominn að hátta eftir vel heppnaða veiði- ferð. Daginn eftir þegar fólk fór á fætur sýndi Jónas félaga sínum veiðina. Þeir fóru síðan til að athuga grenið sem var þar skammt frá. Jónas lagði eyrað að opinu og heyrði hann þar inni í afkvæmum minksins. Ekki þorðu þeir að fara með hendina niður opið og eiga á hættu að fá hvassar tennur til að narta í fingur sér. Réðu þeir félagar nú ráðum sínum um hvað þeir ættu að gera. Stúlkubarnið hafði heyrt samræður þeirra og þegar þeir töluðu um að drepa litlu börnin minksins fannst henni nóg um. Náði hún í bækling frá þjónustumiðstöð- inni sem þau höfðu fengið og las fyrir föður sinn og Jónasi. Þar stóð að bannað væri að drepa dýr innan þjóðgarðsins. Varð þá fátt um svör hjá þeim Jónasi og kunningja hans. Jónas fór nú að hugsa með sér að ef til vill hefði hann ekki mátt drepa minkinn. Var því ákveðið að láta kyrrt liggja og hugsa ekki frekar um minkaveiðar í bili. Eftir þetta var haldið heim á leið. En minkurinn fór í frystikistuna og verður síð- an stoppaður upp sem minning um eftir- minnilegustu veiðiferð sumarsins. Höfundur er lögreglumaöur á Grundarfiröi 72 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.