Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 12
NOKKRIR PUNKTAR UM
MÓDERNISMA
í BYGGINGARLIST
GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
listfræðingur
Sú stefna sem kalla mætti
hinn eiginlega eða
upprunalega módern-
isma í byggingarlist hefur
oft verið lauslega afmörkuð á
árunum 1910-60/65. A sjöunda
áratugnum töldu menn sig hins
vegar sjá merki þess að klofning-
ur væri að verða í arkitektúr
samtímans og upp úr því var í
stórum dráttum farið að skipta
arkitektum og verkum þeirra í
tvær fylkingar eftir hugmyndum
og stíl. Annars vegar voru þeir
sem héldu tryggð við módernism-
ann og nú var farið að kalla síð-
módernista. Hins vegar voru svo
postmódernistar sem ýmist skópu
eða gengu til liðs við nýja stefnu
með samnefndu heiti. Á síðustu
árum hefur síðan stefna sem
nefnd hefur verið ný-módemismi
litið dagsins ljós og verður vikið
að henni síðar.
Þrátt fyrir að talsverður munur sé
á hugmyndafræði og stíl módern-
ismams og post-módernismans ber
alls ekki að líta á módernismann
sem dauða list sem tilheyri
fortíðinni en post-módemismann
sem lifandi list samtíðarinnar.
Hafa ber í huga að á tímum
plúralisma er allt leyfilegt og þá
hlýtur módernisminn að vera í
gangi eins og annað. Þá er einnig
ljóst að þegar skilgreina á þróun
sem er að eiga sér stað eða mjög
nærri er í tíma skortir oft þá
fjarlægð sem nauðsynleg er til að
skilgreiningar fái staðist þegar til
lengri tíma er litið. Það þarf því
ekki að koma á óvart að upp á
síðkastið hefur þeirrar tilhneig-
ingar gætt að líta á post-módern-
ismann sem stílafbrigði innan
módernísku stefnunnar fremur en
að um sé að ræða veigamikla
breytingu á hugsunarhætti og stíl.
Módernisminn í listum hefur sem
heild vitaskuld verið túlkaður á
ýmsa vegu. Gróflega má ef til vill
skipta honum í tvennt. Annars
vegar er formalismi bandaríska
gagnrýnandans Clements Green-
bergs, og sú skoðun að listin eigi
að vera hrein og takmörkuð við
eigið svið og efni. Hins vegar er
svo gagnrýnni afstaða, og til þessa
hóps mundu teljast flestar stefnur
í nútímalist, frá kúbisma til
hugmyndalistar, og þessi grein
túlkar nútímalegan hugsunarhátt
út frá þjóðfélagslegum veruleika.
Síðan mætti nefna þrjá þætti sem
öðru fremur hafa einkennt
módernismann. I fyrsta lagi sú
krafa að listin sé tjáning á
nútímahugsunarhætti, að hún
endurspegli þennan margum-
rædda tíðaranda. Það þýðir í
reynd að nota verður nútímalegt
myndmál.
Onnur hlið á módernismanum er
að vera „avant garde”, standa í
fylkingarbrjósti sem gagnrýnandi.
Líta má á þetta „avant garde”
hlutverk módernismans sem hluta
af upplýsingarstefnunni. Þriðja
atriði sem einkennir módernism-
ann er sífelld leit að einhverju
nýju utan við það sem vestræn
hefð hefur skilgreint sem list en
þetta leiðir til endalausra tilrauna
á öllum sviðum. Áherslan á hið
nýja og stöðuga endurnýjun hefur
hins vegar í för með sér, að það
sem á undan er gengið er dæmt úr
leik, og úr verður endalaus
hringrás dauða og fæðingar,
niðurrifs og uppbyggingar.
Nú um það bil átta áratugum eftir
að módernisminn í byggingarlist
leit dagsins ljós hefur hann verið
skilgreindur sem algild, alþjóðleg
stefna, afsprengi nýrra byggingar-
aðferða sem henta vel í hinu nýja
iðnaðarsamfélagi. Auk þess hefur
verið bent á að módernisminn
hafi haft að leiðarljósi að breyta
samfélaginu, jafnt hvað varðar
smekk almennings og gerð
þjóðfélagsins. Það eru efalítið
þessar háleitu hugsjónir módern-
ismans í upphafi sem gera það að
verkum að menn hafa upp á síð-
kastið vilja, meina að hugsunar-
háttur módernismans eigi sér
rætur í upplýsingarstefnu 18.
aldar, þegar talið var að þekking,
tækni, framfarir og frelsi myndu
verða til hagsbóta fyrir mann-
10