Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 12

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 12
NOKKRIR PUNKTAR UM MÓDERNISMA í BYGGINGARLIST GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR listfræðingur Sú stefna sem kalla mætti hinn eiginlega eða upprunalega módern- isma í byggingarlist hefur oft verið lauslega afmörkuð á árunum 1910-60/65. A sjöunda áratugnum töldu menn sig hins vegar sjá merki þess að klofning- ur væri að verða í arkitektúr samtímans og upp úr því var í stórum dráttum farið að skipta arkitektum og verkum þeirra í tvær fylkingar eftir hugmyndum og stíl. Annars vegar voru þeir sem héldu tryggð við módernism- ann og nú var farið að kalla síð- módernista. Hins vegar voru svo postmódernistar sem ýmist skópu eða gengu til liðs við nýja stefnu með samnefndu heiti. Á síðustu árum hefur síðan stefna sem nefnd hefur verið ný-módemismi litið dagsins ljós og verður vikið að henni síðar. Þrátt fyrir að talsverður munur sé á hugmyndafræði og stíl módern- ismams og post-módernismans ber alls ekki að líta á módernismann sem dauða list sem tilheyri fortíðinni en post-módemismann sem lifandi list samtíðarinnar. Hafa ber í huga að á tímum plúralisma er allt leyfilegt og þá hlýtur módernisminn að vera í gangi eins og annað. Þá er einnig ljóst að þegar skilgreina á þróun sem er að eiga sér stað eða mjög nærri er í tíma skortir oft þá fjarlægð sem nauðsynleg er til að skilgreiningar fái staðist þegar til lengri tíma er litið. Það þarf því ekki að koma á óvart að upp á síðkastið hefur þeirrar tilhneig- ingar gætt að líta á post-módern- ismann sem stílafbrigði innan módernísku stefnunnar fremur en að um sé að ræða veigamikla breytingu á hugsunarhætti og stíl. Módernisminn í listum hefur sem heild vitaskuld verið túlkaður á ýmsa vegu. Gróflega má ef til vill skipta honum í tvennt. Annars vegar er formalismi bandaríska gagnrýnandans Clements Green- bergs, og sú skoðun að listin eigi að vera hrein og takmörkuð við eigið svið og efni. Hins vegar er svo gagnrýnni afstaða, og til þessa hóps mundu teljast flestar stefnur í nútímalist, frá kúbisma til hugmyndalistar, og þessi grein túlkar nútímalegan hugsunarhátt út frá þjóðfélagslegum veruleika. Síðan mætti nefna þrjá þætti sem öðru fremur hafa einkennt módernismann. I fyrsta lagi sú krafa að listin sé tjáning á nútímahugsunarhætti, að hún endurspegli þennan margum- rædda tíðaranda. Það þýðir í reynd að nota verður nútímalegt myndmál. Onnur hlið á módernismanum er að vera „avant garde”, standa í fylkingarbrjósti sem gagnrýnandi. Líta má á þetta „avant garde” hlutverk módernismans sem hluta af upplýsingarstefnunni. Þriðja atriði sem einkennir módernism- ann er sífelld leit að einhverju nýju utan við það sem vestræn hefð hefur skilgreint sem list en þetta leiðir til endalausra tilrauna á öllum sviðum. Áherslan á hið nýja og stöðuga endurnýjun hefur hins vegar í för með sér, að það sem á undan er gengið er dæmt úr leik, og úr verður endalaus hringrás dauða og fæðingar, niðurrifs og uppbyggingar. Nú um það bil átta áratugum eftir að módernisminn í byggingarlist leit dagsins ljós hefur hann verið skilgreindur sem algild, alþjóðleg stefna, afsprengi nýrra byggingar- aðferða sem henta vel í hinu nýja iðnaðarsamfélagi. Auk þess hefur verið bent á að módernisminn hafi haft að leiðarljósi að breyta samfélaginu, jafnt hvað varðar smekk almennings og gerð þjóðfélagsins. Það eru efalítið þessar háleitu hugsjónir módern- ismans í upphafi sem gera það að verkum að menn hafa upp á síð- kastið vilja, meina að hugsunar- háttur módernismans eigi sér rætur í upplýsingarstefnu 18. aldar, þegar talið var að þekking, tækni, framfarir og frelsi myndu verða til hagsbóta fyrir mann- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.