Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 13

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 13
konar blendingur úr módernisma og hefð, og með tilkomu hans hafi módernisminn ratað út úr blindgötu sem hann var kominn í. En víkjum nú að þróun módernismans í byggingarlist. Til að átta sig á tilurð hans er nauðsynlegt að líta til 19. aldar- innar og þeirrar þróunar sem þá varð í byggingarlist. Með ein- földun má segja að það hafi einkum verið tvennt sem mark setti á 19. öldina. I fyrsta lagi var það historismi eða sögustíllinn, það er einfaldlega eklektismi í byggingarlist, og þýðir að form eru tekin að láni úr liðnum skeiðum byggingarlistarinnar. Sögustíllinn á 19. öld er að því leyti frábrugðinn fyrri endur- vakningum í byggingarlistinni að enginn ein stílgerð var ríkjandi heldur voru í gangi margir stílar samtímis. Höfundar sögustílsins Le Corbusier. Notre- Dame-du-Haut, Ronchamp, 1950-1955. kynið í heild. Nú tveimur öldum síðar telja sumir að mannkynið standi í sömu sporum og framfarir hafi ekki skilað því sem til var ætlast. Mannkynið búi því við post-módemískt hlutskipti og af þeim sökum samrýmist hug- myndafræði hins upprunalega módernisma illa ríkjandi tíðar- anda. Þessi skilgreining á breytt- um aðstæðum í samtímanum sækir margt til skrifa franskra heimspekinga svo sem Lyotards og Derrida, en hugmyndir þeirra hafa sett mikið mark á umfjöllun um listir á níunda áratug þessarar aldar. Aðrir benda á að post- módernisminn sé einfaldlega andsvar við þeim breytingum sem orðið hafi í veröldinni síðan módernisminn leit dagsins Ijós. Ör samskipti þjóða og aukin fjölmiðlun hafa fætt að sér alþjóðlega heimsmenningu sem lifir sínu lífi við hliðina á þjóðlegum menningarheildum sem eru mun smærri í sniðum. Einnig er talið að breyttir framleiðsluhættir geri það að verkum að unnt er að framleiða fjölbreyttari og persónulegri vörur en áður. Aðstæður í þessum efnum hafi því breyst frá því að módernism- inn kom fram á sjónarsviði. Vaxandi alþjóðahyggja sem fengið hefur gagnrýni fyrir að vera leiðigjörn, hefur einnig orðið hvatning til jafnt að rannsaka og nýta algilt mál arkitektúrsins sem og staðbundna hefð í byggingar- list en þessu hvoru tveggja hafði módernisminn ýtt til hliðar og hundsað. Segja má því að post- módernisminn hafi tekið gott og gilt ýmislegt sem módernism- inn hafði hafnað. Post'módernismi er því eins 11

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.