Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 15
I S * ', l m HKI
Peter Eiscnman. Wexner Center, Columbus, Ohio.
hreinsa út, skera niður og byrja
síðan frá grunni. Svo víðtækur
var niðurskurðurinn að eftir stóðu
einungis fáein grunnatriði.
Hliðstæð þróun átti sér stað í
nútímamálaralist; menn settu sér
þöngar skorður, unnu með eitt
form, einn lit. Mies van der Rohe
sagði „Less is more” og beitti
skurðarhnífnum grimmt. Líta má
á fimm punkta Le Corbusier, sem
stefnuyfirlýsingu módernismans á
þriðja áratugnum: stólpar,
aðskilnaður burðargrindar og
veggja, frjáls grunnmynd, frjáls
framhlið, þakgarður. Skóla-
byggingar Bauhaus-skólans í
Dessau frá 1925-26 eftir Walter
Gropius, þýski sýningarskálinn á
heimssýningunni í Barcelona
1929 eftir Mies van der Rohe, og
einbýlishús Le Corbusiers, Villa
Savoie í Poissy, frá 1928-29 eru
meðal þekktustu dæma um
arkitektúr þriðja áratugarins. í
þessum byggingum var kominn
mótaður nútímastíll sem síðar
hlaut nafnið alþjóðlegi stíllinn og
hann lagði undir sig heims-
byggðina. Við höfum hann fyrir
augunum í flestum borgum.
Það er víst að bera í bakkafullan
lækinn að tíunda einkennin:
einföld, hrein, geometrísk form,
slétt þök, gluggabönd, skraut-
leysi og hvítur litur.
Þegar alþjóðlegi
stíllinn hafði verið
við lýði um nokkurt
skeið fór að örla á
gagnrýni á hann.
Hann þótti of strang-
ur og ósveigjanlegur.
Finnski arkitektinn
Alvar Aalto fór
snemma að beita
lífrænum formum og
náttúrlegum efnum til
að gera arkitektúr
sinn manneskjulegri,
eins og bóksafn hans í
Viipuri frá 1927-35 og
húsgagnahönnun
hans bera vitni um.
Stíll Le Corbusiers
tók líka breytingum.
Skúlptúrölsk form
leystu af hólmi
geometríuna sem
ráðandi var í fyrri
verkum hans, en
pílagrímakapellan
Notre
Dame-de-Haut í
Ronchamp frá 1950-
hIII 55 er eitt besta dæmið
um þessa stílþróun hjá
Le Corbusier.
Árin eftir síðari heimsstyrjöldina
urðu alþjóðlega stílnum að ýmsu
leyti andsnúin, þrátt fyrir að
stíllinn hefði verið tekinn í sátt
af þjóðfélaginu og væri nú andlit
eða ímynd stórfyrirtækja. Þótt
stíllinn héldi áfram að þróast og
taka breytingum höfðu þær vonir
sem við hann voru bundnar ekki
ræst. Utópía þriðja áratugarins
var steinrunnin og formalisminn
einn stóð eftir. I hugum sumra
var módernisminn ígildi leiðans;
hann hreyttist í andlitslausan
kúgara sem blasti við hvert sem
litið var. Hann var alls staðar
eins, ópersónulegur og
leiðinlegur. Setning Mies van der
Rohe „Less is more” var nú höfð
13