Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 26

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 26
notagildis og mannlegrar nærveru og í New York byrja þeir Peter Eisenman og John Hejduk að þreifa fyrir sér á svipuðum nótum. Almennt séð beindist gagnrýnin á nútímastefnunni að allri smættarhyggju og vélhyggju, eins og fyrr sagði, stífleika í úrlausnum, einhliða umræðum, bælingu sköpunarþrárinar og misnotkun náttúrunnar. I arki- tektúr nútímastefhunnar er arki- tektúr langt yfir jörðina hafinn og eru það leifar eldgamallar hugs- unar sem má rekja allt til tvíhyggju Descartes um aðskilnað sálar og líkama á 16. öld. En síðast en ekki síst byrja hugmynd- ir um dauða höfundarins að seytla inn í arkitektúr úr listaheimspek- inni undir áhrifum eftirform- gerðarstefnu frá Frakklandi. Orðið Postmódern með sínum mörgu viðskeytum hefur þrátt fyrir ýmsar deilur og táknfræði- legan rugling (postmodernísk heimsmynd elur fleira af sér en sögulegt afturhvarf) verið notað til að skýrgreina núverandi stöðu menningar iðnþjóðanna. Til gamans má lýsa alþjóðlegu nútímastefnunni sem hluta af Apollonískri heimsmynd, hún er klassísk, rökræn og íburðarlaus. Hins vegar má segja að sú heimsmynd er eftir fylgir sé fremur Díonísk, þ.e. rómantísk, tilfinningaleg, nautnafull, skynræn, dularfull, uppnumin í algleymi og helst utan marka hins skiljanlega raunveruleika. Postmódernískt þjóðfélag á sér samsvörun í birtingu nýrra formrænna mynda í félagslegu lífi og nýrra markaða og viðskipta- hátta. I fegrunartón hefur þetta allt saman verið kallað seinni hluta iðnvæðing (postindustrial), neyslusamfélag eða bara alþjóðlegur kapítalismi. Það er kannski rökrétt að líta á samruna íslands við evrópsku menningar- svæðin sem postmódernískt fyrirbrigði. Arkitektúr innan postmódem- ískrar heimsmyndar tjáir endan- leg lok allrar pólitískrar hugmyndafræði og sögunnar sem díalískrar, þ.e.a.s. í heimi alþjóða kapítalisma eru ekki lengur nein hugmyndafræðileg átök. Hinn stórkostlegi heimur sem átti að birtast okkur hefur verið mulinn í brotabrot, hvers upphaf við þekkjum vart lengur öðruvísi en sem fátæklega martröð fagur- fræðinnar. Engin grundvallarskýring eða allsherjar sameiginleg sjónarmið eru enn ráðandi um þessi nýju viðhorf og það hlýtur að vera hlutverk fræðimanna, arkitekta og listamanna að gefa þessu afmarkaða mynd sem byggja má menningarlega viðburði á. En þó er greinilegt að eðlislæg hvatning er til róttækra breytinga gegn stöðnun samtímans og hefur hún haft í för með sér niðurrif hefðbundinna hugmynda um formgert samhengi þar sem það er álitið að löngun eftir samhengi sé e.t.v. bælandi í eðli sínu og dragi þar af leiðandi úr nýsköpun. Upplausn alls samhengis hefur ekki einungis verið beint gegn hefðbundnum arkitektúr heldur einnig gegn grundvelli reynslu- heims okkar, eins og tilveru þyngdaraflsins, mismun lárétts og lóðrétts, stöðugleika og reglu- skipun, notkun og nytjagildi. Þessum nýstárlegu breytingum má helst líkja við splundraðan klumbrustíl og framtíðarstefnu frá upphafi þessarar aldar og oftar en ekki eru tilvitnanir í rússneska byggvirkistefnu frá sama tíma. Því sem áður var óður og aðall nútímastefnunnar hefur nú verið ýtt til hliðar með margræðni og fráhvarfi hefðbundinnar stigveldisskipunar. Helsta aðferð við gerð listar í dag og oft aðalskilaboð er rof á eðlilegu framhaldi og skynjun, sundrun og samklipping ólíkra hluta líkt og skeyting ólíkra myndskeiða í kvikmyndum. Meðvituð ringulreið, ófullkom- leiki og ávöntun hafa nú vikið úr sessi hinu endanlega og fullkomna formi, en sundrung, fjölbreytni og fjölgildi hafa tekið við og oftar en ekki í samneyti við aðrar fræðigreinar. Sjálfbirg- ingsháttur nútímastefnunnar í arkitektúr leyfði ekki slíka skörun þar eð byggingarlistin skyldi vera ómenguð af ytri áhrifum og sjálfri sér nóg í alla staði. I dag er þessi mengun arkitektúrs- ins og hreinræktarstefnu hans afar áberandi í sambandi hins rökræna og órökræna, byggvirkis og skrauts, notagildis og ónothæfra rýma til áréttingar andlegum þáttum og þörfum mannsins sem hingað til hefur verið lítill gaumur gefinn. Með því að yfirgefa forsendur um notagildi hefur arkitektúr fært sig inn á svið skúlptúrs, hugmynda- fræðilegrar listar, hreyfilistar, teikningar og kvikmynda. I kvikmyndum Tarkovskys má sjá fyrirmyndir um mjög sálrænt afmörkuð rými. Skúlptúr í dag hefur líkt og arkitektúr glatað notagildi sínu, afneitað hefðbundnu rýmishlutverki sínu og leitað til landslagsins og arkitektónískra fyrirmynda. Jafnvel afmörkun svæðis sem var í upphafi aðalhlutverk byggingar- listarinnar hefur orðið meginefni hins nýja skúlptúrs. Hugmyndafræði neyslusam- félagsins hefur afneitað frum- spekilegri virkni byggingarlistar- innar með því að breyta henni eingöngu í hlut til skemmtunar og þæginda. En arkitektúr sem 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.