Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 34

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 34
SNIÐ B-BB SKIPULAG TORGSINS Unnið er markvisst með hæðarmuninn milli Borgar- leikhúss og verslunarbygginganna við torgið og skiptir hann svæðinu í efra og neðra torg. Er það kostur þar sem leikhúsið lýtur að lögmáli sexhyrnings en verslunarbyggingarnar að stefnum tengdum ferhyrningi og því erfitt að sameina þær stefnur. Efra planið tekur upp stefnur Borgar- leikhússins, og er framhald af því mynstri sem þegar hefur verið dregið upp á lóð leikhússins. Lágir grashólar verða inni á fletinum og ganga mynsturbönd lagnarinnar yfir þá. Listaverkinu Vatnsaugun eftir Kristin Hrafnsson, sem upphaflega var ætlaður staður á neðra torginu, verður komið fyrir við aðalinngang Borgarleikhússins. Neðra svæðið tekur upp stefnur verslunarbygginganna. Gólf torgsins er lagt hellum, en granitbönd teikna upp ferninga' mynstur, sem spennir út rýmið og gengur upp í stefnum og inngöng- um aðliggjandi hygginga. Umferð leigubíla er stýrt inn á snúnings- hring með hjálp polla, sethnalla og götutrjáa. Neðra torgið er fyrst og fremst umferðarsvæði gangandi fólks, en auk sethnallanna sem saman mynda hring utan um fjögur stök tré. Ekkert hindrar að borð og stólar verði sett utan við veitingastaðina á góðviðris- dögum. Hallinn milli efra og neðra torgs er tekinn upp í bogalaga stöllum, sem snúa sér að hringlaga fleti (eins konar amfileikhús ). Hringformið er hlutlaust svæði milli áðurnefndra stefna. Utan um stallana snúast rampar, sem greiða för þeirra sem ekki geta nýtt sér tröppur. AhorfendapalL arnir snúa að mestu undan sól og er það kostur fyrir uppákomur, svo sem götuleikhús og rokktónleika. Hugmyndir hafa verið viðraðar um tjaldmöguleika yfir leiksviðið og áhorfendastall- anna, en engar ákvarðanir verið teknar um framkvæmd. Milli stallanna og rampanna er veggur sem gæti orðið undirstaða fyrir slíkt tjald yfir útileiksviðið. Skálin hefur verið mótuð og lögð grasi til bráðabirgða. Sömuleiðis hefur gras verið lagt á gólf leiksviðsins til bráðabirgða. ■ 32

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.