Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 41

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 41
NAFNLAUSIR LISTAMENN GESTUR ÓLAFSSON arkitekt Áletrun arkitekts gæti verið með ýmsum hætti. Hér hefur arkitektinn Gaspar Bennazar áletrað þessa fallegu byggingu, sem er á Palma, Majorka, yfir aðalinngangi. Allt frá upphafi ritlistar hafa listamenn verið ófeimnir við að gangast við verkum sínum. Ein elsta rúnaáletrun í Skandinavíu var á listilega gerðum gullhornum sem fundust í Danmörku á 17. öld við Gallehus, en á þau ritaði nafni minn, ófeiminn, að hann hefði smíðað þessa gripi. I dag finnst varla sá myndhöggvari, málari eða skáld sem ekki vill leggja nafn sitt við sín listaverk hvað sem öðrum kann að finnast um listrænt gildi þeirra. Einstaka maður notar >Jistamannsnafn“ eða dulnefni, en það þekkist varla að menn vilji ekki gangast við sínum verkum. Arkitektar hafa það umfram aðra menn sem hafa hlotið innsýn í tæknina að þeir hafa líka hlotið fagurfræðilega menntun. Þeir eru skapandi listamenn og að sjálfsögðu eru þeir félagar í Bandalagi íslenskra listamanna. Engu að síður virðist mikil leynd hvíla yfir verkum þessara manna hér á landi. Þegar sagt er frá byggingum, sem marka svipmót heilla bæja eða bæjarhluta og kosta oft tugi eða hundruð milljóna króna, er í hæsta lagi sagt frá formanni byggingarnefndar í fjölmiðlum eða þeim stjórnmálamanni sem tók fyrstu skóflustunguna. Auðvitað er þetta álíka fráleitt og ef fjölmiðlar hefðu bara viðtal við fyrirtækið sem framleiddi litina í tilefni af málverka- sýningu á Kjarvalsstöðum. Auðvitað er hér ekki við neinn að sakast. Þetta sýnir einungis að þeir sem ráða fjölmiðlum hér á landi og vinna við þá hafa ekki ennþá gert sér grein fyrir því að byggingarlist er list og hluti af menningu okkar og á kröfu á því að um hana verði fjallað í fjölmiðlum af skilningi og þekkingu. An efa kemur að þessu einhvern tímann eins og í aðliggjandi löndum. Þetta, eins og svo margt annað, er spursmál um menningu og þroska. Arkitektar sjálfir geta samt flýtt mikið fyrir þessari þróun. Til dæmis myndi það hjálpa fólki mikið við að átta sig á því hvaða huldufólk það er sem hannar helstu byggingar og mannvirki á Islandi ef höfundar skildu eftir nafnið sitt á helstu mannvirkjum sem þeir hanna. Þetta þyrfti ekki að vera nema eins og lítið spjald hjá dyrabjöllunni og þyrfti ekki að kosta mikið. Ef þetta kæmist í framkvæmd, t.d. við allar opinberar byggingar, myndi það hugsanlega leiða til þess að arkitektarnir vönduðu sig ofurlítið betur og að fjölmiðlamenn gerðu sér grein fyrir því að þessar byggingar eru hannaðar af listamönnum. Svo gæti fólk líka smám saman gert sér grein fyrir því hverjir það eru sem hanna góðar byggingar og slæmar. ■ 39

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.