Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 41

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 41
NAFNLAUSIR LISTAMENN GESTUR ÓLAFSSON arkitekt Áletrun arkitekts gæti verið með ýmsum hætti. Hér hefur arkitektinn Gaspar Bennazar áletrað þessa fallegu byggingu, sem er á Palma, Majorka, yfir aðalinngangi. Allt frá upphafi ritlistar hafa listamenn verið ófeimnir við að gangast við verkum sínum. Ein elsta rúnaáletrun í Skandinavíu var á listilega gerðum gullhornum sem fundust í Danmörku á 17. öld við Gallehus, en á þau ritaði nafni minn, ófeiminn, að hann hefði smíðað þessa gripi. I dag finnst varla sá myndhöggvari, málari eða skáld sem ekki vill leggja nafn sitt við sín listaverk hvað sem öðrum kann að finnast um listrænt gildi þeirra. Einstaka maður notar >Jistamannsnafn“ eða dulnefni, en það þekkist varla að menn vilji ekki gangast við sínum verkum. Arkitektar hafa það umfram aðra menn sem hafa hlotið innsýn í tæknina að þeir hafa líka hlotið fagurfræðilega menntun. Þeir eru skapandi listamenn og að sjálfsögðu eru þeir félagar í Bandalagi íslenskra listamanna. Engu að síður virðist mikil leynd hvíla yfir verkum þessara manna hér á landi. Þegar sagt er frá byggingum, sem marka svipmót heilla bæja eða bæjarhluta og kosta oft tugi eða hundruð milljóna króna, er í hæsta lagi sagt frá formanni byggingarnefndar í fjölmiðlum eða þeim stjórnmálamanni sem tók fyrstu skóflustunguna. Auðvitað er þetta álíka fráleitt og ef fjölmiðlar hefðu bara viðtal við fyrirtækið sem framleiddi litina í tilefni af málverka- sýningu á Kjarvalsstöðum. Auðvitað er hér ekki við neinn að sakast. Þetta sýnir einungis að þeir sem ráða fjölmiðlum hér á landi og vinna við þá hafa ekki ennþá gert sér grein fyrir því að byggingarlist er list og hluti af menningu okkar og á kröfu á því að um hana verði fjallað í fjölmiðlum af skilningi og þekkingu. An efa kemur að þessu einhvern tímann eins og í aðliggjandi löndum. Þetta, eins og svo margt annað, er spursmál um menningu og þroska. Arkitektar sjálfir geta samt flýtt mikið fyrir þessari þróun. Til dæmis myndi það hjálpa fólki mikið við að átta sig á því hvaða huldufólk það er sem hannar helstu byggingar og mannvirki á Islandi ef höfundar skildu eftir nafnið sitt á helstu mannvirkjum sem þeir hanna. Þetta þyrfti ekki að vera nema eins og lítið spjald hjá dyrabjöllunni og þyrfti ekki að kosta mikið. Ef þetta kæmist í framkvæmd, t.d. við allar opinberar byggingar, myndi það hugsanlega leiða til þess að arkitektarnir vönduðu sig ofurlítið betur og að fjölmiðlamenn gerðu sér grein fyrir því að þessar byggingar eru hannaðar af listamönnum. Svo gæti fólk líka smám saman gert sér grein fyrir því hverjir það eru sem hanna góðar byggingar og slæmar. ■ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.