Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 43

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 43
voru ekki aðeins nýjunganna vegna, heldur fundu listamenn sig knúna til að átta sig á og bregðast við nýj um aðstæðum. Að virða að vettugi umhverfi sitt jafnaðist á við að vera dæmdur úr leik í mótun menningarinnar og vera gerður úreltur með framþróun hennar. Sumir höfundar sem skrifað hafa um postmódernisma hafa á sambærilegan hátt leitað að samhengi milli „yfirborðs” fyrirbæra í menningunni, þ.e. hræringa í listum, og „undir- stöðu” fyrirbæra, þ.e. nýrra aðstæðna í efnahagslífi og stjórnmálum. Hugmyndin er sú að ef slík tengsl séu til staðar þá eru slíkar hræringar ekki aðeins tilviljunarkennd tískufyrirbæri heldur fylgifiskar nýrra menning- arlegra aðstæðna og geta því talist fyrirboðar varanlegra breytinga. Þær aðstæður sem blöstu við módernískum listamönnum á velmektardögum iðnbyltingar og tæknivæðingar voru vöxtur í efnahagslífi sem hafði í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir vinnu og lífshætti fólks, framfarir í tækni og þekkingu með möguleikum á stórtækri fjöldaframleiðslu, og útþensla í samgöngum og samskiptum sem skapaði heimsmarkað. En á sjöunda áratugnum féll skuggi á þessa trú á framfarir, vöxt og útþenslu. Við blöstu minnkandi hagvöxtur, aukin verðbólga, þverrandi auðlindir, umhverfis- spjöll - allt hlutir sem við erum neydd til að taka tillit til núna, en voru alls ekki jafn- áberandi í iðnvæddum ríkjum Vesturlanda fram að áttunda áratugnum. í staðinn fyrir fögur fyrirheit og hugrökk framtíðaráform hefur tekið við tímaskeið þar sem tilfinningin er sú að endamörkin seu innan sjónmáls og ekkert sé lengur eins einfalt og það átti að sér að vera. I þessu sambandi er stundum talað um fund olíusöluríkja í Vínarborg 1973 sem táknrænan tímamótaviðburð. Á sama tíma fara stjórnmálalegar hugsjónir að missa ítök sín í hugarfylgsnum vesturlandabúa, þ.e.a.s. þverrandi trú á útópískar framtíðarsýnir, aukið vantraust á heildarlausnir og miðstýrt skipulag, efasemdir gagnvart taumlausum „framförum” tækninnar. Stjórnmál einkennast öðru fremur af pragmatisma, eða hentistefnu, og snúast frekar um nærtæk vandamál líðandi stundar, eins og t.d. hvernig eigi að halda í horfinu, frekar en að umbylta núverandi fyrirkomulagi í þágu framtíðarskipulags. Dregið er úr stýringu á efnahagslífinu, losað um höft og þröskulda, en þess í stað leitað að opnara og sveigjanlegra fyrirkomulagi. Við höfum orðið vitni að hægri sveiflu í stjórnmálum víðast hvar, með Reagan og Thatcher í broddi fylkingar. Það var ekki lengur neikvætt að hugsa eingöngu um sjálfan sig og græða, frekar en að vinna í þágu heildarinnar. Með nýrri upplýsingatækni og fjölmiðlasprengingu hefur menn- ingarneysla orðið sífellt meiri hluti af frítíma og afþreyingu fólks, sem þýðir að það er ekki lengur jafnskýr félagsleg aðgreining milli einangraðrar hámenningar og fjöldamenningar eða skemmtanaiðnaðarins.List er orðin að viðburði á svipaðan hátt og íþróttaviðburður og stórslys. Á GANGSTÉTTINNI Orðið sjálft, „postmódernismi”, kemur fyrst fyrir í bókmennta- umræðu á sjöunda áratugnum, en er fljótlega upp úr 1970 notað í sambandi við byggingarlist, bæði sem nafngift og heróp. Sá sem hefur kannski helst stuðlað að útbreiðslu hugtaksins innan byggingarlistar er arkitektinn og gagnrýnandinn Charles Jencks. Hann tímasetur hin táknrænu endalok módernismans og upphaf postmódernismans árið 1972, nánar tiltekið 15. júlí, 32 mínútur gengnar í 4 síðdegis að staðar- tíma. Á því augnabliki voru íbúðarblokkir í St. Louis- borg í Bandaríkjunumm, sem kenndar voru við Pruitt-Igoe og höfðu hlotið verðlaun sem fyrirmyndar- íbúðarhverfi fyrir efnaminni borgara, sprengdar í loft upp vegna þess að þær voru orðnar óíbúðarhæfar. Jencks telur þetta táknrænan atburð fyrir gjaldþrot módernískra viðhorfa í bygging- arlist og síðan þá hafa arkitektar leyft sér að draga í efa módernískar forsendur og gera hluti sem módernískir arkitektar sem voru vandir að virðingu sinni, hefðu aldrei látið sér til hugar koma að reyna. Hver eru þá hin postmódernísku einkenni í byggingarlist? Mikið hefur verið gert úr ytri einkenn- um í byggingarstíl þeirra arkitekta sem þótt hafa dæmigerðir: Ahersla á yfirborð byggingar- innar, umbúðirnar, sem kemur fram í tilvitnunum í söguleg stílbrögð, einkum nýklassisisma, og því sem er kallað pastiche, þ.e yfirborðslegar stælingar. En það er ekkert svar til við því hverjir hinir sönnu postmódernistar í arkitektúr séu, enda er ekki um neinn „skóla” í hefðbundinni merkingu að ræða. Það er miklu frekar að menn bendi á dæmigerðar byggingar sem viðmiðun. En dæmigerðar fyrir hvað? Til að átta sig á þeim viðhorfum sem liggja að baki er líklega auðveldara að líta til þess 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.