Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 44

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 44
endurmats sem hefur átt sér stað varðandi borgarskipulag. Hið móderníska viðhorf til skipu- lags og byggðarþróunar byggir á altækri yfirsýn og hefur að markmiði að skapa rými sem er skynsamlegt, hagkvæmt, aðlagað félagslegum þörfum og miðað við skynsamlega uppbyggingu þjóðfélagsins. Postmódernísk viðhorf aftur á móti miðast fyrst og fremst við stórborgarlífið í öllum sínum margbreytileika eins og það kemur fyrir sjónir í dag. Litið er á borgina sem marglitt teppi, ofið úr mörgum þráðum sem ómögulegt er að rekja í sundur, eða þá sem púsluspil gert úr ótal brotum af ólíkum sögulegum uppruna. Það er engin leið að hafa yfirsýn yfir borgina, nema í brotum, frá tilteknum sjónarhóli. I staðinn fyrir yfirsýn má kannski tala um götusýn. Þetta kallar á eitthvað sem mætti nefna umhverfishönnun, frekar en skipulag, sem miðar að því að taka tillit til byggingarhefða, upprunalegs útlits og sögulegs bakgrunns, vernda gömul hús, varðveita sögu götunnar og hlúa, að götulífinu. Þetta kemur m.a. fram í endurnýjun gamalla húsa, almenningssvæðum sem leggja upp úr sjónarspilinu, litríku og skemmtilegu umhverfi, eða þá ábúðarmiklu og mónúmental, o.s.frv. Frekar en að samræma þarfir einstaklinga til að skapa skilvirka heild, er leitast við að sinna þörfum og óskum afmarkaðra hópa eða samfélaga, eins og t.d. samfélags tiltekinnar götu. Þetta kallar á skilyrta hönnun og sveigjanlega framleiðsluhætti, til að geta framleitt einingar sem eru hannaðar með eina sérstaka notkun í huga eða höfða til óska tiltekins afmarkaðs hóps við- skiptavina. Módernisminn í skipulagi ein- kenndist af mjög sterku siðferðilegu gildismati sem erfitt gat reynst að mæla á móti. Hagsmunir heildarinnar höfðu algjöran forgang og allar þarfir voru sundurgreindar til að geta fundið sem rökvísasta og hagkvæmasta „lausn” fyrir sem flesta. En lausnirnar hafa ekki reynst eins vel og til stóð, skynsemin ein sér nægir ekki. Því hafa sumir brugðið á það ráð að reyna að læra af borginni eins og hún kemur fyrir, frekar en að segja henni fyrir um hvernig hún eigi að vera. Postmódernísk viðhorf til skipulags hafa ekki endilega nein sérstök félagsleg markmið í huga. Það er ekki spurt um félagslega réttlætingu, í nafni skynsemi og hagkvæmni, estetísk markmið nægja. TÍMI Módernistar á fyrri hluta aldarinn- ar höfðu skýra afstöðu gagnvart bæði fortíð og framtíð, sem má lýsa í fáum orðum á þessa leið: Nútíminn felur í sér möguleika sem er á okkar valdi að nýta. En umhverfið er að mestu leyti mótað af aðstæðum sem tilheyra fortíðinni. Leifar fortíðarinnar eru því dragbítur á framfarir. Með því að byggja í stíl við fortíðina er verið að bregðast samtímanum. Framtíðin hefur forgang, 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.