Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 49

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 49
ræða um arkitektúr og meta hann, aðrar en hvort þeim finnist húsið ljótt eða fallegt. Staða arkitektúrs hefur verið áþekk stöðu framúrstefnulistar: hann hefur höfðað til hóps áhugamanna og fagmanna; almenningur hefur að vísu getað sagt hvort sér líkaði verkið eða ekki, en tæpast haft forsendur til þess að standa uppi í hárinu á fagmanninum ef því hefur verið að skipta. Onnur spurning er svo hvort arkitektarnir sjálfir hafi yfirleitt nokkurt vit á arkitektúr, en þá spurningu ræði ég ekki hér! En þó að menntun á sviði sjónlista sé ábótavant og aðeins sérfræðingarnir geti í flestum tilvikum rætt málin í sínum hópi, þá er þó reginmunur á sjónlist- unum í einu tilliti. Málverk má loka inni á söfnum eða í hcima- húsum, taka þau úr umferð ef því er að skipta, en það verður ekki gert við byggingarlist. Hún er dag- legt hlutskipti alls þorra manna hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þess vegna er hún að ýmsu leyti mikilvægari en aðrar sjón- listir. Auk þess má segja að hún spanni yfir hinar sjónlistirnar: málverkið að því leyti sem hún fæst við fleti, skúlptúrinn að því leyti sem hún fæst við að móta efni í rúmi. Byggingarlistin hefur það hins vegar fram yfir hinar tvær, að hún fæst við afmörkun tómarúms sem miðast við manrv legar þarfir. Hún er því bæði hrein list og nytjalist, sameinar fagurfræði og daglegt líf og því meiri ástæða til að gera henni hátt undir höfði í þjóðarvitund- inni. JARÐÝTUKOMPLEXINN Annað einkenni á viðhorfum eða öllu heldur viðhorfsleysi til arki- tektúrs hér á landi, eða réttara sagt til byggingarlistar, skipulags og umhverfis í senn, er almennt virðingar- og skeytingarleysi fyrir fagurfræðilegum verðmætum, öðrum en náttúrufegurð, í um- hverfinu. Þetta einkenni mætti ef til vill kalla „jarðýtukomplexinn“. Hann felst í því að með tilkomu svokallaðra nútímalegra viðhorfa er fortíðinni og öllu því sem fyrir er, hvort sem það er gildismat, innanstokksmunir, hús eða borg- arhluti, rutt burt og það jafnað við jörðu. Ef til vill er þetta land- námsmaðurinn í Islendingum sem verður þarna sögumanninum yfirsterkari og heimtar nýtt land og auða jörð til að byggja á nýtt hús. Tilkoma nútímatækni, skipu- lagshugmynda, byggingariðnaðar, þörfin fyrir uppbyggingu á hér sjálfsagt líka hlut að máli sem og sjálfstæðisbaráttan og stofnun nýs ríkis, viljinn til að slíta tengslin við fortíðina, einkum þó Dani og allt sem á þá minnir, ásamt * fátæktarbasli fyrri tíðar og heilsu- spillandi húsakynnum. Og hér kemur líka til krafan um vel- rnegun og ríkidæmi, löngunin í nútímann, mér liggur við að segja óttinn við að missa af nútímanum En í stað þess að kanna hvernig landið liggur, velta til steinum og jafna hér og þar, er einfaldlega sett jarðýta á allt draslið og sléttað. Afleiðingin er sú að við búum ekki bara við norðanrokið og gróðureyðinguna heldur næðir um okkur menningarumhverfislegur uppblástur líka. Þessi tilhneiging, sem gætir hér víða, er nátengd grundvallarein- kennum módernismans: að byrja upp á nýtt. Hefðbundnu gildismati er varpað fyrir róða og leitast við að finna upp nýtt sem samsvari kröfum tímans og þörfum þjóðfélagsins. Meðal þess sem hvað greinilegast hefur sett svip sinn á módern- ismann er hugmyndin um framfarir, notkun nútímatækni byggðrar á vísindalegum rannsóknum, sjálfri sér samkvæm efnisnotkun, draga fram upp- byggingu og samsetningu hússins, einfaldleiki og skrautleysi. Hins vegar hafa módernar hugmyndir um arkitektúr smátt og smátt misst aðdráttarafl sitt. Astæðurnar eru margþættar. Arkitektúrinn tengdist ekki hefðbundnu borgar- umhverfi og sögu nægilega vel, að minnsta kosti sjónrænt séð og jafnvel skipulagslega. Auk afneit- unar byggingarsögu og byggingar- hefða fyrri alda og fagurfræðilegra gilda þeirra hafa einnig komið til félagslega óheppilegar afleiðingar. Einmitt hinir félagslegu og sögulegu þættir hafa valdið miklu um fráhvarfið frá módernisnv 46 anum. Hins vegar sáu menn lengi vel enga aðra leið en módernism- ann til þess að hugsa um grundvallaratriði byggingarlistar á tuttugustu öld. VANDI MÓDERNISMANS Vandinn í sambandi við módern- ismann hefur verið sá að hann hefur verið settur fram sem eina siðferðilega færa leiðin fyrir arkitekt til að fara í þjóðfélagi nútímans ef arkitektinn á að vera sjálfum sér samkvæmur. I mód' ernismann er sem sé innbyggð ákveðin siðfræði arkitektsins. Hann á að vera trúr samtímanum, sannur í efnisnotkun, leggja áherslu á dyggðir eins og heiðar- leika og trúmennsku gagnvart tækni nútímans. Megingagnrýnin á þetta viðhorf hefur verið sú að það sem sett sé fram sem siðfræði sé þegar grannt er skoðað ekkert annað en fagur- fræðilegur valkostur byggður á tilteknum smekk, ekki siðferðileg skylda. Módernisminn sé aðeins einn mögulegur stíll, ein hefð, af mörgum mögulegum. Þessi hefð hafi þar að auki fjölmarga ókosti, ekki síst yfirbragð stöðlunar og ópersónuleika sökum sömu efnismeðferðar og formhugsunar. Utkoman verði þegar verst lætur ómanneskjulegur arkitektúr byggður á fagurfræði efnis og tækni sem réttlætt sé á siðferðilegum forsendum. Auk þess felist í framfarahugsjón módernismans hugmynd um framþróun og þar með úreldingu fyrri gilda og höfnun fortíðar og sögu. Fagurfræðin tengist hug- myndum um nýtt vísindalegt og tæknilegt þjóðfélag og er athyglis- vert að setja uppgjörið við módernismann í samband við hrun tiltekinna þjóðfélagshug- sjóna á undanförnum árum. En jafnframt þessu er módernism' 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.