Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 56

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 56
Stofa frá Stokkhólmssýningunni, 1930. Teikn. próf. Odd Brochmann. Úr „Hus“ eftir Odd Brochmann. Því verður að spyrja, í hverju hinar nýju formrænu hugmyndir felist. Svörin virðast vera: „meðvituð ringulreið, ófullkomleiki, sundrung, fjölbreytni, fjölgildis- veröld sundruð í brotabrot”. Og að lokum: „Gerandi í Postmóderniskri heimsmynd er sá sem brýtur hluti. I tengslum við þetta viðhorf eru til tvær megin- skoðanir, þ.e. annars vegar ber að líta á Postmódernismann og brotahugsun hans sem jákvæðan hlut. Frjálsræði hans setur forgang á nýjar innsýnir og hvatning til fjölbreytni og frábrigða er í eðli sínu frjálsleg og lýðræðisleg þróun og leyfir arkitektum að enduruppgötva”. Enduruppgötva hvað? I öllu þessu frjálsræði vakna efasemdir vegna þess að „óheft frelsi er ekkert frelsi og getur auðveldlega snúist upp í andstæðu sína”. Hér skulum við bíða með umræðu um formfræðilegan og fagurfræðilegan þátt viðfangs- efnisins. HVERER HUGMYNDAFRÆÐIN I upphafi var sagt að hugmynda- fræðin sé dauð. Þessi fullyrðing postmódernista er ekki rétt. Það sem hér hefur verið rakið felur í sér ákveðna hugmyndafræði, sem mjög mótar starfsumhverfi okkar arkitekta til góðs eða ills. Það skiptir sköpum fyrir tilvist stéttarinnar, hvernig við, sem Fursta og borgríkjaveldi - endurreisnarstílinn. Palazzo Farnese í Róm, frá því um 1530. Teikn. próf. Odd Brochmann. Úr „Hus“ eftir Odd Brochmann. 54

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.