Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 57

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 57
Gotneska stefnan. Teikn. próf. Odd Broch- mann. Úr „Stil, form og fællesskab“ eftir Odd Brochmann. starfsstétt, bregðumst við þessu umhverfi. Nútímahreyfing á sviði bygging- arlistarinnar vann sér helgi í vestrænum þjóðfélögum vegna þess hvernig stéttin brást við breytingum á starfsumhverfi arkitekta. Þeir byggðu upp hugmyndafræði, sem gerði þá að hvatamönnum og þátttakendum í uppbyggingu þeirrar velferðar sem við njótum í dag. Hugsjónagrundvöllur og siðalögmál stéttarinnar efldu áhrifamátt hennar í opinberu lífi. Hér má nefna forystu í skipulags- málum bæja og borga, og umbótum á húsakosti og hýbýlaháttum almennings. Misskilningurinn felst í því að segja hugmyndafræðina dauða í stað þess að dæma hugsjóna- grundvöllinn rofinn. Hin nýja hugmyndafræði felst í þeim eiginleikum postmódern- ismans, sem raktir voru hér að framan: rótleysi, stjórnlaust frjálsræði og afneitun félagslegra áhrifa á samfélagsbygginguna. Við tekur viðskiptasjónarmið, arðbærrar samkeppni. Hverjar eru svo afleiðingar þessara breyttu viðhorfa? „Dauði höfundarins og fjarlægð (firring) einstaklingsins í iðu neyslusamfélagsins”. A það að verða hlutverk arkitektastéttarinnar að eyða sjálfri sér? Með hvaða hætti gerist þetta? Hér kemur að hinum formfræðilega þætti. Listfræðingar hafa skipt menn- ingarsögu vestrænna þjóða í stílsöguskeið byggingarlistarinnar á formfræðilegum grundvelli. Hvert skeið hefur átt sér bæði aðdraganda, háþróunarskeið og hnignunarskeið í samkeppni við breyttar nýjar formhugmyndir. Ef grannt er skoðað má sjá samhengi með þessari þróun og breytingum á valdakerfinu á hverjum tíma. Fursta- og borgríkjaveldi - endur- reisnarstíllinn, kirkjuveldið - gotik, einvalds'konungar - barok og rokoko. Breytingar á 19. öld leiddu til þeirrar ringulreiðar að deilt var um gildi þessara stílfyrirbæra. Þó þótti eðlilegt að kirkjur skyldu byggðar í gotnesk- um stíl, stjórn'Valdsbyggingar og fjármála-stofnanir í endurreisnar' stíl og sömuleiðis viðhafnar- byggingar heldri manna. I þessari óreiðu samfara vaxandi áhrifum nútíma borgarastéttar óx fram hugmyndagrundvöllur þess sem kallað hefur verið módern- ismi, þó að módernismi nái yfir mörg formfræðileg stílfyrirbrigði. Eg hef leyft mér að kalla þessa stílfræði, flokkunarkerfi list- fræðinganna, bæði þarft og gott fyrirbæri. Nú eftir síðari heimsstyrjöldina hafa síðustu tuttugu árin verið töluverð átök um áhrifavald hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Átökin felast í deilum um stjórn- unaraðferðir fremur en beinum deilum um stéttarvöld, þó þau hafi líka átt sér stað. Samfara þessu er ýmist á heim- spekilegum grunni eða formfræði- legum farið að varpa fram efasemdum um hugsjónagrund- völl og hugmyndafræði „módern' ismans”. Sá grundvöllur fellur ekki allskostar að hugmyndafræði s.k. frjálshyggju og hugmyndum um frjálsræði óheftrar samkeppni. Til að gera eins og áður gerðist, að aðlaga starfsemi stéttarinnar að nýju starfsumhverfi, fóru ýmsir arkitektar að móta formfræðilega Barok-stefnan. Teikn. próf. Odd Broch- mann. Úr „Hus“ eftirOdd Brochmann. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.