Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 58

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 58
Félagslegt „statussymbol" iðnbyltingarinnar - borgaraleg borðstofa í Osló frá því um 1900. Teikn. próf. Odd Brochmann. Úr „Hus“ eftir Odd Brochmann. stefnu, postmódernisma, sem stíl án þess opinskátt að brjóta upp hugsjónagrundvöll starfsstéttar- innar. Þetta virðist leiða til upp- hafs að endinum „dauða höfund- arins”. Með þessum hætti var samhengið rofið við fortíðina. Stéttin færðist í flokk annarrar starfsstéttar, sölumannanna. Það sem kallaðist stíleinkenni var raunar vörumerki á verðlista. Með þessari fullyrðingu er auðvelt að skýra þau vandræði listfræðinga við að skýra sem sjálfstæðan stíl hin ýmsu afbrigði er arkitektar kalla nöfnum eins og postmódernisma, nýmódernisma, pluralisma, metaphysical classic, narrative classic, allegorical classic o.s.frv. 011 list á hverjum tíma er nútíma list, vegna þess að hún er hluti af túlkun menningarstigs síns tíma. Það á einnig við um byggingar- listina, sem er hvað sýnilegastur vottur menningarstigs hverrar þjóðar. Ringulreið á sviði lista er því vottur um umbrotaskeið í lífi þjóðanna. Ef listir og menningarviðleitni einstaklinga og hópa megna að leiða umbrotin í farveg til umbóta og fegurra og ríkara mannlífs, er það til heilla þjóðinni. Ef það fer á hinn veginn, að listir og menningarviðleitnin sogast inn í hringiðu óhefts frelsis og samkeppni, sem getur leitt til andstæðu sinnar, ófrelsis og einokunar, er þjóðin í vanda stödd. I mínum huga er um að ræða líf eða dauða starfsstéttar okkar, samfara þýðingu byggingarlistar í lífi og menningu þjóðar okkar. ■ 56

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.