Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 59

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 59
MÓDERNISMINN stutt sagnfrœðileg greining TRAUSTI VALSSON arkitekt Frá fornu fari er sagnfræðinni skipt niður í undirgreinar. Af þessum greinum má nefna stílsögu, sögu verkhátta og tækni og hugmyndasögu. Þegar menningarsagan er athuguð í heild þarf að gæta að samspili þessara greina og ef hægt er, að sýna fram á orsakasamhengi þeirra. Þetta þurfa sagnfræðingar að gera af fordómaleysi, og er það reyndar alkunna úr reynslu sögunnar, að stíll, form, tæki og hugmyndir skiptast á að vera orsakavaldar. I upphafi þessarar aldar kom fram feikiöflug setning í hönnunar- fræðum: „Form follows function” Með þessari setningu var nú fengin frumregla fyrir hönnuði, regla sem braut rækilega gegn eldri höfuðreglum um stíl, segir í raun, að formið eigi að koma fyrst og síðan fúnksjónin. Sé málið athugað af sanngirni, sést að bæði stíll og formhug' myndir sem og lögmál sem tengjast fúnksjónum eiga rétt á sér, og ef vel tekst til ganga þau upp í takt við hvort annað í byggingarverkinu. Einsýnar öfgastefnur, sem ýmist leggja alla áherslu á formið eða fúnksjónina, leiða aftur á móti Frá samkeppni um fegrun umhverfis Tjarnarinnar á 6. áratugnum. Arkitekt Sigurður Guðmundsson. Unité d'halbitation eftir Le Corbusier. Hugmvndin um ofurstærð er röng og hús sem þjónustueining virkar ekki. Rof tengsla fólks og umhverfis er slæm og rýmið á milli klumpanna sem húsið stendur á er óvistlegt. Þakgarðshugmyndin eins og Corbusier notaði hana, er röng. 57

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.