Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 60

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Blaðsíða 60
Þetta eru ekki skrifstofur heldur íbúðarhús! Hönnuðurinn Mies van der Rohe vildi ekki leyfa svalir. Veggir eru alfarið úr gleri og gardínur voru bannaðar, en Mies félst að lokum á málmrimlatjöld. Hinn dauði alþjóðlegi svipur og tengsla- leysið við umhverfið, undirstrika firringuna. annarsvegar til líflauss fúnksjón- alisma eða hinsvegar til stirðnaðs og inantóms formalisma. Fúnksjónalisminn, sem er hugmyndafræðilegi kjarninn í módernisma, þótti ferskur gustur uppúr 1920, en stirðnaði fljótlega í hugmyndasnauðu kubbaformi. Þetta er undarlegt, því í raun réttri ætti fúnksjónalisminn að leiða til organískra forma eins og hann gerir í sumum verkfræði- legum verkum eins og hann gerir í náttúrunni. Eftir að fúnksjónal- isminn varð ofan á var hætt að kenna arkitektanemum að verða meistarar forms, stíls og lita. I kjölfar þessa varð hnignun arkitektúrs enn meiri en áður, að því er varðar fegurðina og mannlega þáttinn. En þetta gekk lengra: hið kalda og dauða yfirbragð, vélræna endurtekningin og ómannlegar yfirstærðir, allt varð þetta að tísku. Arkitektúrinn átti sem sagt verulegan þátt í að festa mannfjandsamleg einkenni nútíma heimsmyndar og þjóðfélags í sessi. Þó hámarki hryllingsins hafi verið náð á 6. og 7. áratugnum og postmódernisminn hafi þá byrjað að ryðja formleik, litum og fantasíu á ný leið inn í arkitektúr, eru þó firringin og hrollurinn enn til staðar og enn löng leið til hinna fyrri gilda. En svo langt erum við þó komin frá versta tímabilinu, að við trúum varla okkar eigin augum þegar við skoðum tillögur um fegrun umhverfis Tjarnarinnar frá 6. áratugnum eða tillögu Aðalskipulags Reykjavíkur um 1965 um að rífa niður meirihlut- ann af gamla miðbænum og að leggja hraðbrautir, t.d. niður Túngötuna, yfir Austurvöll, yfir Þingholtin, og þaðan inn á Snorrabraut. Að blinda módernismans er þó ekki horfin, sést m.a. í því að bestu íslensku verk í innrétting- um, - t.d. í bönkum og bíóum hafa verið eyðilögð á síðustu árum, og það án þess að nokkur viðvörunarorð hafi komið frá fagfélögum arkitekta eða innan- húshönnuða. Það er undarleg lífsreynsla, sem við miðaldra og eldri arkitektar höfum gengið í gegnum, að vera að upplagi listrænt fólk, en hafa samt mótast af og ánetjast mannvirkja- og listfjandsamlegri stefnu módernismans, og hafa síðan átt þátt í, vegna starfa okkar að hönnun og skipulagi, að ryðja honum braut. Frá stærstu slysum, eins og eyðileggingu gamla bæjarins, var þó forðað á síðustu stundu og er syndarollan því skárri hér á landi en gerist víða erlendis. Skylda okkar er engu að síður sú, að fara í gegnum það, hvaða hönnuðir, kenni- setningar og annar fagurgali glapti okkur sýn. Hér verðum við sérstaklega að varast að láta ekki fagmennskuleg vinnubrögð eða listræna takta hylja fyrir okkur ef grundvallarhugmyndin er röng. Vegna þessarar nauðsynlegu greiningar eru tvö fyrrum rómuð dæmi tveggja höfuðpaura módern ismans, sýnd og útskýrð á þessum síðum. ■ 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.