Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 62
STÍLL OG INNIHALD
GEIRHARÐUR ÞORSTEINSSON
arkitekt
ins konar fundargerð
fyrir innlegg í
ráðstefnu um módern'
isma og postmódern-
isma í byggingarlist, sem haldin
var í Norræna húsinu 26. október
s.l.
Þegar flett er tímaritum blasir við
manni talsverð fjölbreytni í
ásýndum (útlitum) húsa og er
postmódernismi (sem dr. Maggi
kallar „tilvitnunarstefnu”) þar
ráðandi einkenni fram á þennan
dag og ekki sjáanleg merki um að
hann sé markvisst lagður niður.
Ef hins vegar nánar er hugað að
innihaldi, þ.e. í þeim tímaritum,
sem birta plön með myndunum,
má sjá að innreið tilvitnunar-
stefnunar hefur sjaldnast nokkur
áhrif á planmyndir, konsept eða
innihald.
Það er í rauninni ekki fyrr en
svokallaður destruktivismi kemur
til sögu að vart verður við nýjung
í plani sem kalla má innihalds-
breytingu.
Einkenni þessarar nýjungar er að
planhugmyndin er hvorki
rígbundin af fúnsjón, konstruk-
sjón eða ornamenti, heldur leyfir
sér skírskotun til hluta sem liggja
langt utan plansins, tilheyra
sögunni, eru minni eða eru
hugmynd (það mætti því e.t.v.
kalla fyrirbrigðið „skírskotunar-
stefnu”!!)
Þetta er ný hugsun á okkar dögum
í lauslegum tengslum við
postmódernismann.
Ef menn skoða síðan byggingar
með þessum einkennum nánar í
plani, er alls ekki gefið að ásýnd-
in hafi losað sig við „tilvitnunar”
einkennin. Það verður ekki betur
séð en að ytri gerð húsa, sem
oftast er átt við þegar talað er um
stíl, breytist ekki í skýrum takti
við innri gerð húsa.
Ef litið er aðeins framar á öldina
má sjá dæmi sem bera vott um
svipað misgengi.
Því leyfi ég mér, í hita og frelsi
umræðunnar, að slá fram
„vinnukenningu” (hypotesu):
Að ásýnd og innihald þróist í
nokkuð lausum tengslum hvort
við annað og lúti ólíkum áhrif-
um. Asýndin þróast líkt tískunni,
breytingar eru knúðar fram af
þrýstingi frá umhverfinu á að
„fylgjast með”. Innihald sýnist
mér þróast líkar lífsviðhorfi,
heimspeki eða tækni.
Með hliðsjón af framansögðu, sé
ég „tilvitnunarstefnuna” ekki sem
fullburða stíl, heldur sem nýjung í
viðhorfi til ásýndar, og vera lið í
þróunarferli módernismans til
destruktivisma!....sem ég hygg
að fái sitt framhald þegar skáld-
skapur og ævintýri verða leidd til
öndvegis í byggingarlist! ■
fúSljÍM PtóUN hElLD ftk NVTEEM! TU OFNAMENT-S W'gj1
dbd
„^VCIFLU^" 1 WÍ)UN TsTÍLS
60