Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 71
HUGMYNDASAMKEPPNI
UM SKIPULAG
BESSASTAÐAHREPPS
í DÓMNEFNDARÁLITI FRÁ 17.
DESEMBER 1991 SEGIR
EFTIRFARANDI UM
AÐDRAGANDA SAMKEPPN-
INNAR
„Bessastaðahreppur ákvað á árinu
1990 að láta fara fram endurskoðun á
aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Núverandi aðalskipulag gildir fyrir
tímabilið frá 1984-2004 og var því
tímabært að velta upp nýjum
sjónarmiðum, öðrum væntingum
fyrir það samfélag sem hefur verið að
myndast á liðnum árum.
Bessastaðahreppur hefur tekið
miklum breytingum frá því að
aðalskipulagið var samþykkt árið
1984- Ihúafjöldi hefur vaxið frá því
að vera um 600 manns í að vera
annar stærsti hreppur landsins með
1200 íbúa. Til marks um
uppbyggingarhraðann varð
fólksfjölgunin um 14% á árinu 1990.
Bessastaðahreppur hafði auk þess
unnið síðustu árin að hugmyndum
um uppbyggingu á miðbæjarsvæði.
í lögum nr. 31/1989 um endurbætur
og framtíðaruppbyggingu forseta-
setursins á Bessastöðum er
Bessastaðanefnd falið að gera heildar-
áætlun um nýtingu lands og
uppbyggingu mannvirkja á Bessa-
stöðum. I greinargerð eru þessu gerð
ítarleg skil og þar kemur fram meðal
annars að „endurmeta þarf nýtingu
allrar landareignarinnar og staðfesta
þá nýtingu á aðalskipulagi
Bessastaðahrepps“.
Akveðið var að tengja þetta saman
og ráðast í viðamikla hugmynda-
samkeppni um skipulag í Bessastaða-
hreppi í samvinnu við skipulags-
stjóm ríkisins og Bessastaðanefnd.
„Hugmyndasamkeppnin“ átti að
varpa nýju ljósi á skipulag og
umhverfi innan hrepps og ná yfir um
60% af landsvæði hreppsins.
I dómnefnd voru valdir: Tilnefndur
af Bessastaðahreppi: Sigurður Valur
Ásbjarnarson, formaður dómnefndar.
Tilnefndur af skipulagsstjórn ríkisins:
Snæbjörn Jónasson. Tilnefndur af
Bessastaðanefnd:
Pétur Stefánsson. Tilnefndir af
Arkitektafélagi Islands: Jóhannnes S.
Kjarval og Sigurður Hallgrímsson.”
í KEPPNISLÝSINGU SEM DAGSETT
ER 17. MAÍ 1991, SEGIRSVO UM
TILGANG SAMKEPPNINNAR
„Tilgangur samkeppninnar er
þríþættur:
- Að koma fram með hugmyndir um
landnotkun á öllu samkeppnis-
svæðinu, aðkomu að byggðinni,
umferðarkerfi og gönguleiðir. Þá skal
höfð í huga varðveisla náttúru- og
sögulegra minja og gerð útivistar-
svæða.
- Að koma fram með hugmyndir að
skipulagi lands Bessastaða, aðkomu
að forsetasetrinu og tengingu þess við
miðsvæðið.
- Að koma fram með hugmyndir að
uppbyggingu miðsvæðis í Bessa-
staðahreppi sem þjóni fyrst og fremst
íbúum sveitarfélagsins en einnig
stærra svæði eftir því sem aðstæður
leyfa. Stefnt skal að því að sem
eðlilegast samband verði á milli
miðbæjarins og virðuleika forseta-
setursins. Heimilt er í tillögum að
víkja frá aðalskipulagi.”
Skilafresti lauk hinn 15. október
1991, en þá höfðu borist 12 tillögur,
sem allar töldust uppfylla sett
skilyrði. Samkeppnin var í eðli sínu
tvíþætt, varðar annars vegar
þéttbýliskjarnann í Bessastaðahreppi
og hins vegar nánasta umhverfi
forsetasetursins á Bessastöðum og
Bessastaðanes.
Dómnefnd ákvað að tvær tillögur
skyldu deila með sér 1. verðlaunum,
með hliðsjón af áðumefndum
þáttum. Höfundar reyndust vera
annars vegar Ragnhildur
Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt
og Ogmundur Skarphéðinsson,
arkitekt, og hinsvegar Batteríið -
arkitektar; Jón Ólafur Ólafsson og
Sigurður Einarsson arkitektar. Önnur
verðlaun hlutu Aðalsteinn Snorra-
son, Egill Guðmundsson og Þórarinn
Þórarinsson arkitektar.
69