Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 75

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 75
Tveir á ferð samspil. Ganga 1989. festar upp á tré- eða álplötur og eru því viðráðanlegar í upp- setningu. Einnig vinn ég í önnur efni s.s. steinsteypu, gler o.fl. Það sem ég geri fyrir utan lágmyndir er aðallega skúlptúr og rýmisverk. Myndlist ætti að vera sjálfsögð í öllum opinberum byggingum og stærri vinnustöðum. Osk mín er sú, og sjálfsagt allra myndlistar- manna, að fá stór verkefni í samvinnu við arkitekta og aðra sem sjá um skipulagningu húsa og umhverfis þannig að hver þáttur njóti sín sem best. Allt of oft er greinilegt að fyrst er unnið að öllu skipulagi byggingar og þegar hún er tekin í notkun vantar myndlist. Er þá rokið til og eitthvað fengið af handahófi, og verður þá valið oft mjög einhæft og hefðbundið. Það er mjög sjaldgæft að skúlptúr og lágmynd'ir verði fyrir valinu. Það er draumur minn að arki- tektar og þeir sem kaupa inn fyrir söfn og opinbera aðila líti á myndverkin með opnum huga og víðsýni, en láti ekki mótast af óöryggi og efnisfordómum. Eg hef það á tilfinningunni að margir sem telja sig spámenn í myndlist- arheiminum myndu frekar telja verk unnið úr fransbrauði list en verk unnið úr leir, einungis vegna efnisins, þó svo að í einhvern annan tíma hefði fransbrauð ekki verið talið hæft efni til listsköpunar. Leir hefur verið notaður til listsköpunar frá ómunatíð og meginmálið er gildi list- arinnar en ekki efnið. Bjartsýni mín segir mér að smátt og smátt muni fordómar láta undan síga og menn komi auga á hvert gildi rýmisverk geti haft til að tengja myndlistina og byggingarlistina og undir- strika fagurfræðilegt gildi hvorrar greinar um sig.“ ■ 73

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.