Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 80

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 80
RÉTT NOTKUN Á TIMBRI EIRÍKUR ÞORSTEINSSON Rétt notkun á timbri var valið sem nafn á verkefni sem Rann- sóknastofnun bygg- ingariðnaðarins er að vinna í samvinnu við BYKO og Húsa- smiðjuna. Markmið verkefnisins er að auka gæðavitund þeirra sem nota timbur og um leið að auka þekkingu á timbri sem byggingar- efni. Vegna þess að Island hefur verið skóglaust land hefur ekki þróast hér á landi þekking í meðferð timburs á sama hátt og hjá þeim þjóðfélögum þar sem ræktun og nýting skóga til framleiðslu á byggingarefni hefur þróast gegn- um aldimar. Byggingarhefð okkar hefur einnig speglast af þessari þróun og má sjá það glöggt í húsagerðalist okkar, en þar höfum við haft tilhneigingu til að líta á timburhús sem óvandaðri hús en steinhús og þá oftar sem sumar- hús þrátt fyrir það að við eigum mörg mjög falleg timburhús, eins og t.d. Höfða og ráðherrabústað- inn við Tjörnina. Annar þáttur hefur einnig hindr- að fólk í því að byggja sér timbur- hús eða nota timbur, en það er sú ímynd að timbur endist illa og sé erfitt í viðhaldi. Og þá komum við aftur til baka til þess þáttar sem er þekking og reynsla sem byggist á langri hefð sem hefur flust frá kynslóð til kynslóðar. Verkefninu „Rétt notkun á timbri” er ætlað að takast á við þann vanda og miðla reynslu og þekkingu til þeirra sem nota og hanna úr timbri. Eg nefndi endingu og viðhald sem dæmi um neikvætt viðhorf fólks til timbur' bygginga. Astæðan fyrir því, hvað oft hefur tekist illa til, er sú að þeir sem hafa unnið úr timb- rinu hafa ekki haft þekkingu á því hvernig það skal notað og meðhöndlað og þegar upp er staðið er það timbrinu að kenna ekki þeim sem vann úr því, að það entist ekki betur. Það er reynsla okkar sem höfum unnið með timbur sem byggingar- efni og lært að nýta kosti og forðast galla þess að þeir sem þekkja ekki eiginleikana gleyma því að þeir eru með lífrænt efni sem hegðar sér eftir því umhverfi sem það er í. I sambandi við endingu og viðhald er það oftast rakinn sem eyðileggur timbrið og er þá oftast ástæðan röng hönnun eða hvernig er framleitt úr viðnum. Nokkur meginatriði ber að hafa í huga þegar hannað eða 78

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.