Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 88

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Page 88
Postsparkasse Wagners. einbýlishús. í anda postmódenv isma þótti mér tilhlýðilegt að vinna út frá þessu hverfi, Norðurmýrinni, á þann hátt að hylla það sem er séríslenskt og einstakt í borgarmenningu okkar. Vinnuaðferðin er postmódernísk, húsið gætt kunnuglegum ein- kennum úr borginni en innra skipulag hússins er e.t.v. sótt í japanska hefð. Gesturinn „les” sig upp og í gegnum húsið frá inngangi og áfram inn í íbúðina þar sem er spilað á ólík rými, ljós og útsýni. Lesturinn endar niðri í helgasta véi hússins, vinnu- stofunni. Víkjum nú að alþjóðlegri þróun postmodernisma. Ymsir gulh drengir kenndir við stefnuna sýndust mér vera farnir að byggja „klassísk” hús í fasískum anda. Versta dæmið um þetta er í einu úthverfa Parísar, Les Espaces d’Abraxas eftir Ricardo Bofill sem ég barði augum eftirmiðdags- stund. Hrikalegt var eina orðið sem mér datt í hug. A einum stað er dæmi um allt það sem aflaga getur farið þegar myndmálið verður allsráðandi, og tilvitnanirnar í perlur byggingarlistasögunar verða yfirþyrmandi og í raun merkingarlausar. Eftir þennan fund ákvað ég að halda áfram á þeirri braut sem hönnun einbýlishússins hafði fært mig inn á. Innréttinga-verkefni voru viðamestu verk mín næstu ár, nokkuð sem ég gleðst mikið yfir að hafa fengið tækifæri til, því e.t.v. eru það þakklátustu verkin fyrir ungan arkitekt og kjörið æfingasvæði. Til að fá fljótt úr skorið um gildi þeirra hugmynda sem vaxa og dafna með manni er innréttingavinnan ómetanleg. Lærdómurinn af hönnun einbýlishússins er e.t.v. ekki augljós, en þekkingin á handverk- inu og borginni, þessari borg sem í senn er þorp og höfuðborg eyríkis þar sem allt er mögulegt, gerði mér kleift að finna handverk og brjálaða menn sem vildu byggja hluti sem höfðuðu beint til skilningarvitanna. Tvö innrétt- ingaverk, sem hefur áður verið fjallað um í „Arkitektúr og skipulag” nr. 3 ’89 eru byggð á postmódernískri aðferð. I Agli Arnasyni h/f parketverslun er „húsið í húsinu” burðarásinn í rýminu. Verslun sem þessi þarf að höfða beint til vegfarandans og götunnar. Hraði borgarlífsins og „gólf ’ götunnar ákvörðuðu úthverft rými. Aðferðin til að skilgreina rýmið var að láta götuna mæta bakveggnum með hreinum opnunum, eina truflunin þegar inn í rýmið er komið er risavaxsinn skrifstofuturninn sem gefur rýminu spennu. Gólfið sjálft myndar rými í „götunni” með lagskiptingu mismunandi efna inn 86

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.