Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Síða 96
SAMSÝNING F H I
Félag húsgagna- og
innanhússarkitekta hélt
sýningu á verkum
félaga sinna fyrir
skömmu í Perlunni. Sýnendur
voru 32 og sýndir voru fjölmargir
munir og teikningar.
Það gaf sýningunni aukið gildi að
sýna, auk nýþróunar, bæði eldri
húsgögn, sem hlotið hafa
viðurkenningu, auk húsgagna sem
þegar eru í framleiðslu.
Fjölmargir eru nú við nám í
húsgagna- og innréttingahönnun,
eða nýkomnir úr námi og sjást hér
í fyrsta sinn verk nokkurra ungra
listamanna, auk þeirra eldri.
Það vekur athygli að sumir
munanna eru hannaðir sem
listmunir, sem e.t.v. eru ekki
ætlaðir til fjöldaframleiðslu. Má
þar nefna frumlegt dagstofusett úr
bobbingum, sem vöktu a.m.k.
nokkurra athygli fjölmiðla, og
sófaborð með grind gerðri úr
stimplum úr bílvél.
Oneitanlega saknar maður þegar
á heildina er litið, nokkuð
hágæða handverks í húsgagna-
smíði. Ekki er ósennilegt að
hönnunin á því, sem ekki hefur
verið sett í framleiðslu, beri þess
nokkur merki, að kostnaðarsamt
er að gera frumeintak til sýningar.
Nú eru liðin 24 ár síðan F H I
hélt síðast húsgagnasýningu. Var
hún haldin við frekar bágar
aðstæður í ófullgerðu húsnæði
Iðnskólans í Reykjavík. Þar máttu
félagsmenn hafa sig alla við að
forða mununum frá skemmdum af
völdum leka og blásturs. Það má
því segja að mikil breyting hafi
Stóll með bogum
sem vekur upp
minningu frá
tímabilum
straumlínunnar.
Leó Jóhannsson.
I PERLUNNI
94
SSEfflW1