Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 11

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 11
G E S T U R ÓLAFSSON AÐ BYGGJA ODYRT Um áratuga skeiö hafa íslendingar hreykt sér af því aö hér á landi byggju lang flestir í eigin húsnœði. Ekkert tiltökumál vceri fyrir ungt og duglegt fólk að eignast íbúð og seinna ef til vill einbýlishús. Aö vísu þyrftu menn að leggja hart aö sér um nokkurra ára skeið, en allir hefðu jú bara gott af því. í dag, á tímum verðtryggðra lána, er það samt orðið verulega erfitt fyrir margt ungt fólk á íslandi að koma sér upp þaki yfir höfuðið og það á oft í erfiðleikum mikinn hluta œfinnar við að greiða niður þau lán sem það verður að taka. Oft er allt spennt til hins ýtrasta og lítið má koma fyrir til þess að spilaborgin hrynji og menn lendi allslausir út á götu, t.d. ef menn missa atvinnuna eða verða veikir. Ef dýpra er skyggnst snýst þetta mál ekki bara um steinsteypu og gler, heldur um fólk á íslandi á öllum aldri og möguleika þess til að lifa mannsœmandi lífi og vera heilbrigt og hamingjusamt. Húsnœðismál, hversu mikilvœg sem þau annars eru, eiga ekki að þurfa að taka mikinn hluta af afrakstri heillar starfsœvi. Menn eiga að geta átt þess kost að búa einfalt og ódýrt ef þeir óska og nota lífið til einhvers annars en að borga hús- nœðislán. Með tilkomu verslananna Hagkaup og Bónus fengu íslenskir neytendur alltí einu matvöru á verði sem þeir héldu áður að vœri óhugsandi hér á landi. Þetta var hœgt með betra skipulagi, hagkvcemari innkaupum og meiri tœknivœðingu en áður þekktist og neytendur nutu góðs af. Þessar framfarir í betra skipulagi, innkaupum og tœkni í byggingariðnaði virðast ekki hafa skilað sér í lœgri byggingarkostnaði til neytenda. Fáir arkitektar hafa fengið umfjöllun á síðum glcesitímarita fyrir að hanna ódýr og einföld hús fyrir þá sem ekki hafa efni á öðru. Það skiptir samt höfuðmáli að hcefustu hönnuðir takist á við þetta verk því það er við hönnunina sem mikilvœgustu ákvarðanirnar eru teknar. í dag er nú einu sinni þannig komið fyrir mannkyninu að það þarf á ódýrum og einföldum húsum að halda. Það sama gildir auðvitað um íslendinga líka, því ódýr og hagkvœm hús gerðu okkur annað hvort kleift að lifa fyllra og skemmtilegra lífi eða leggja meira framtilnauðsynlegs hjálparstarfsíöðrumlöndum. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.