Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 14

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 14
Athugun á sköttum og gjöldum I byggingarkostnaöi ibúöarhúsa - Niöurstööur fyrir "annan byggingarkostnaö" nær eingöngu við steinsteypu með brotþolS-250 ístaðS-120ogS'160 áður. Mun meiri áhersla var sömuleiðis lögð á frágang lóða, en sveitarfélög gera í auknum mæli þá kröfu til byggingaraðila að hús séu afhent með fullfrágenginni lóð. Þá urðu smávægilegar breytingar vegna aukinnar notkunar steinullar í stað einangrunarplasts og plaströra í grunnlagnir í stað steinsteyptra röra. Nokkrar breytingar urðu einnig á yfirborðsmeðhöndlun utanhúss. Þá var verkstjórn og sérstökum bygg- ingastjóra gert hærra undir höfði en áður og fleira mætti nefna. Að raungildi hækkaði bygginga- vísitalan af völdum fyrrgreindra breytinga frá eldri grunni um 11,64%, og var nýr grunnur tekinn í notkun í júní 1987. SKIPTING BYGGINGAR- KOSTNAÐAR Ekki verður fram hj á því litið, þegar rætt er um byggingarkostnað, að skattlagning hins opinbera er veruleg, hvort sem um er að ræða efniS' eða vinnuliði. Þetta sést glöggt á mynd 1, en heildarumfang skatta er 3 8% heildarbyggingarkostnaðar. Með sköttum er hér átt við þá liði sem ekki geta talist beinir kostn- aðarliðir við framleiðsluna heldur renna þeir ýmist til ríkissjóðs eða í aðra sjóði sem aðilar vinnu- markaðarins hafa komið sér saman um að stofna. Á myndum 2-4 sést betur hvernig þessar álögur skiptast eftir helstu flokkum byggingarkostnaðar. Alögur eru alls 39% á vinnuliði, 31% á efnisliði. Eðli málsins sam- kvæmt ber liðurinn „annar kostn- aður” langstærstu byrðina eða 67%, enda falla undir þennan lið heim- taugargjöld, leyfis- og skipulagsgjöld O.fl. LOKAORÐ Af ofangreindu má sjá, að miklu skiptirþegartalaðerum byggingar- kostnað í mismunandi löndum, að menn séu að tala um sambærilega hluti. Að bera saman byggingar- kostnað hérlendis við suðlægari lönd Evrópu eða sum svæð i Norður- Ameríku er óraunhæft. Samkvæmt þeirri vitneskju sem Meistara- og verktakasamband byggingamanna hefur er bygginga- kostnaður hérlendis fyllilega sambærilegur við þau lönd þar sem kröfur til frágangs og útbúnaðar mannvirkja eru líkastar hérlendum kröfum. ■ NÝTTKÍTTIÍTÚPUMFRÁMÁLNINGU Málnig hf. hefur sett á markaö nýtt kítti í fjórum tegundum til notkunar í iönaði og til heimilisnota. Þéttiefniö heitir Kraft kítti og fœst 1310 ml. túpum eins og annað heföbundiö kítti á markaðnum. Kraft kíttiö er í fjórum mismunandi gerðum. Kraft Arkýl og Kraft Sílikon annarsvegar sem eru í piast túpum og hinsvegar úreþan efnin Kraft Úreþan S-20 og Kraft Úreþan S-40 sem er sérstaklega sterkt og œtlað til meiri átaka, sprunguviögeröa í stein o.fl. þau eru í áltúpum. Kraft kíttinu er cetlað að keppa viö dýrari kítti á markaðnum , enda hér á ferðinni hágceöa vara, þaulprófuö og reynd hérlendis og erlendis. Að sögn Hjartar Bergstaö sölustjóra hjá Málningu er cetlaö aö Kraft kíttiö verði á betra veröi en mörg sam- bcerileg þéttiefni á okkar markaði. Erling Erlingsson auglýsingateiknari hannaði umbúðirnarsem um margt eru frábrugðnar öðrum kíttistúpum. Hönnuninernýstárleg.léttogeinföld, meö áherslu á letur og texta, sem eru einkenni umbúðanna. Allar eru túpurnar hvítar en stórt vöruheiti í lit skilur á milli þeirra. Túpurnar eru meö viöeigandi varúöarmerkjum og nauðsynlegum notkunarleiðbein- ingumaukstrikamerkis. Hjörtursegist binda miklar vonir viö þetta nýja kítti og eiga von á góðum viðbrögðum frá iðnaðarmönnum sem kunna gott að meta. Kraft kíttiö fcest í öllum helstu byggingavöruverslunum í fimm litum hver tegund, en litirnir eru: Glœrt, hvítt, grátt, svart og brúnt. Notkunarleiðbeiningar liggja frammi á sölustöðum. 12

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.