Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 27

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 27
nota peningana í eitthvað þarfara, t.d. að byggja yfir gamla fólkið á einhverjum gatnamótunum. Ef ekkert af þessu gengur þá er bent á að umrædd bygging verði alltof dýr, það sé heilög skylda hins opinbera að byggja ódýrt og forðast allt bruðl. Til lengdar getur þetta verið mikil raun fyrir talsmenn hins opinbera og ekki nema einstaka harðjaxl stenst hana. Sem betur fer er til heppilegri leið en bún er sú að reyna að kaupa gamalt eða hálfbyggt hús og innrétta það fyrir tiltekna starfsemi. Stundum tekst að fá svona hús hræódýrt og þá eru allir ánægðir, enginn með þras og fáir láta sér detta í hug að spyrja hvort húsið henti starfseminni. Síðan má í rólegheitum innrétta húsið og oft tekur það svo langan tíma að engin leið er að átta sig á raunverulegum kostnaði og allir reyna að trúa því að tekist hafi að byggj a ódýrt, j afnvel þótt húsnæðið hafi e.t.v. verið alltof stórtogóhentugtfráupphafi. Svona geta menn líka verið snjallir hjá hinu opinbera að byggja ódýrt. Samt heyrist stundum að við byggjum mun dýrara en aðrar þj óðir. Þessu eigum við bágt með að trúa en sumir vilja þó sýna viðleitni til að lækka byggingarkostnaðinn og benda á ýmsar snj allar lausnir í þeim efnum, svo sem a lútboð eða hönnunarútboð sem hvorttveggja miðar að því að halda niðri kostnaði, aðallega við undirbúning og hönnun. Það hefur nefnilega aldrei þótt heppilegt á Islandi að borga mönnum fyrir að hugsa. Við erum framkvæmdamenn og látum verkin tala. Við kærum okkur heldur ekki um að eyða miklum peningum í rann- sóknir. Opinberir aðilar treysta sér ekki til að auka fjárframlög til rann- sókna og þeir sem selja og framleiða efni eru sennilega ekki aflögufærir heldur. Það er ekki fyrr en heilu íbúðahverfin, sem einu sinni voru byggð svo ódýrt, fara að grotna niður, að farið er að setja peninga í rannsóknir. Auðveldara er að útvega fé til rannsókna eftir á og athuga hvað hafi eiginlega gerst heldur en að athuga hvað muni hugsanlega gerast, þá treystum við fremur á stjörnuspekina. Sagan kennir okkur að við höfum verkin tala.” alltaf átt í stríði við óblíð náttúruöfl. V ið bjóðum þeim birginn, herðumst við hverja raun og þjóðin stendur saman um að vinna sig út úr erfið- leikunum. Allirvinnupallarnirsem við nú sjáum utan á húsum, sem einu sinni voru byggð svo ódýrt en eru nú farin að molna, bera vott um að við erum enn að berjast við náttúruöflin. Næst gætum við þurft að berjast við ryðgaðar vatnslagnir og sprungna ofna í heilum bæjum eða hverfum. Þá er víst að lagt verður fram fé til rannsókna og þjóðin stendur saman um að vinna sig út úr vandanum. Stundum koma fram á sjónarsviðið menn sem mistekst að vera snjallir að byggja ódýrt. Einu sinni var t.d. stofnuð verksmiðja til að smíða einingar til húsagerðar. Með þeim átti að gera fólki kleift að byggja ódýr og yfirlætislaus hús þar sem auðvelt var að laga innra skipulag að þörfum íbúanna. Þetta þótti svo snjallt að ótalmargir fóru að fram- leiða einingahús með þeim afleið- ingum að ekki tókst að framleiða nægilega mikið á hverjum stað til þess að húsin yrðu nógu ódýr. Þessi starfsemi lognaðist því víðast hvar út af enda þótti mörgum húsin ekki nógu fín og sumir héldu að þau þeyttust burt í næsta ofviðri. Fyrir rúmum fimmtíu árum, eða á vordögum íslenskrar nútímabygg' ingarlistar, voru uppi hugsjóna- menn sem eygðu möguleika á því að hver og einn ætti kost á hentugu og látlausu húsnæði sem ekki stefndi fjárhag hans í voða, væri skynsamlega að farið. Þeir skrifuðu hver sinn kaflann í lítilli bók sem hét „Húsakostur og híbýlaprýði”. Skrif þeirra mótuðust af því þjóð- félagslega viðhorfi, sem þá hafði rutt sér til rúms um hinn vestræna heim, að byggingar og önnur mannvirki ættu fyrst og fremst að mótast af hagnýtum sjónarmiðum og uppfylla nauðsynlegar og raun- verulegar þarfir notendanna án íburðar og skreytinga. Einn kafli bókarinnar var skrifaður af Halldóri Kiljan Laxness og hét hann „Sálar- fegurð í mannabústöðum”. Þarkom fram sú skoðun að menningarástand almennings hafi áhrif á híbýlin og segir þar á einum stað: „Um leið og almenningi gefst kostur á að afla sér betra skilnings á notagildi hlutanna í kring um sig og efla skyn sitt á fegurð og yndisþokka, þá munu hús einstaklinganna af sjálfu sér verða hentugri og fegurri”. Ef við stöldruðum aðeins við og hugsuðum minna um hraðann og gróðann og það hvernig við ætlum að byggja „ofsalega” ódýrt með því að hætta að hugsa og rannsaka en hygðum betur að raunverulegum þörfum, sálarfegurð og ýmsu öðru sem ekki er mælanlegt á harðan mælikvarða, má vera að við verðum svo snjöll að byggja að hús okkar verði af sj álfu sér ekki bara hentugri og fegurri heldur einnig ódýrari í raun. ■ uÞað hefur nefnilega aldrei þótt heppilegt ✓ á Islandi að borga mönnum fyrir að hugsa. Við erum framkvæmdamenn og látum 25

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.