Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 29

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 29
senda inn teikningar til samþykktar í byggingarnefnd og til veitustofti' ana. Margur húsbyggjandinn sparar þó við sig hönnun jafnvel svo að reglugerðir og öryggismál eru snið- gengin, en spyrja má, sparast heild- arkostnaður íbúðarinnar við það? Það tel ég ekki vera og tel þvert á móti að aðrir kostnaðarliðir geti aukist stórlega við það að spara í hönnun. Húsbyggjandi getur einnig sparað mjög við sig efniskostnað og vinnulaun. Urval efnis er mjög mikið og verð og gæði við allra hæfi. Með því að kaupá allt á lægsta verði telj a margir sig vera að spara og fyrir þann húsbyggj anda sem selur íbúðir á markaðnum skiptir ending efnisins og framtíðar viðhaldskostnaður íbúðareiganda litlu máli eins og ábyrgð efnissala og byggingar- verktaka háttar í dag. Ymsar leiðir eru færar til lækkunar á kostnaði við vinnulaun. Með útboðum má oft ná fram lækkun á vinnu og efni, slökun á kröfum um fagmennsku er stundum farin til lækkunar, svört vinna og eigin vinna eða vinna kunningjanna er vel þekkt sparn- aðarleið. Ahrif vinnusparnaðarins til lækkunar stofnkostnaðar getur snúist í andhverfu sína hvað varðar viðhaldskostnað. Trygging hús- byggjandans ef eitthvað bregður út af er nánast engin því erfitt er að gera bótakröfur fyrir nótulausa vinnu. Viðhaldskostnaðurerháður fleiru en gæðum byggingarefnanna og fagvinnunni eða skorti á fag- vinnu. Hönnunin eru afar mikib vægur þáttur í framtíðar viðhalds- kostnaði íbúðar. Algengast er þó líklega að sparað sé í stjórnun og eftirliti með frani' kvæmdum á kostnað hinna kostnaðarliðanna. Ný byggingarlög koma væntanlega til með að hafa áhrif til hækkunar stjórnunar' kostnaðarins með ákvæðinu um byggingarstj óra fyrir húsbyggingum. Mun það ekki valda auknum byggingarkostnaði? Hafi ég rétt fyrir mér um að skortur á stjórnun hafi verið íslenskum húsbyggj endum dýr er aukin stj órn' un ráðið til að lækka ýmsa aðra kostnaðarliði og þar með heildar- kostnaðinn. Gleymum ekki að heildarkostnaðurinn skiptir mestu máli, en ekki hver og einn einstakur liður. Stöðlun í húsbyggingum á að geta lækkað verð íbúða. Gæðastjórnun og virkt eftirlit geta einnig lækkað verð húsbygginga. Þetta hljómar vel, kann einhver að segja, og satt er það að fullyrðingar í þessa veru eru ekki nýj ar af nálinni. Byggingarkostnaðurinn virðist ekki fara lækkandi þrátt fyrir tal um tækniframfarir. Er þá komið að þeim þætti við húsbygginguna sem einna mikilvægastur er og það er fjár- mögnunin. Fjármögnun húsbygginga á Islandi hefur verið erfið og kostnaðarsöm á flestum tímum. Þó hafa komið tímabil þar sem fjármögnun hefur verið afar auðveld. Óstöðugleikinn í fjármögnun og hentistefna í skipulagi húsnæðislánakerfisins í heild hefur verið íslenskum neytendum dýr. Auk þess sem afnot af fjármagni hafa verið dýr hafa skipulagsleysi og verðbólga eytt áhrifum framfara í byggingartækni ogstjómun. A tímum óðaverðbólgu svaraði varla kostnaði að leggja fé í rannsóknir og áætlanagerð þar sem engar áætlanir stóðust og þýðing þeirra sem stjórntækis var þess vegna engin. „Það hefur ekki borgað sig nógu vel að gera vel” í bygg- ingariðnaðinum. Þetta þarf að breytast og vonandi er hreyfing í þá átt með aukinni samkeppni á byggingarmarkaðnum. Aukinn stöðugleiki í peningamálum gefur möguleika á að fræðsla til al- mennings um gæðamál og kostnað beri árangur og leiði til lækkunar húsnæðiskostnaðar hj á neytendum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.