Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 30

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 30
GESTUR ÓLAFSSON ARKITEKT. eir íslendingar sem verið hafa erlendis hafa margir furðað sig á því hvers vegna þar er víða miklu hærra til lofts bæði í íbúðarhúsum og öðrum byggingum en hér á landi. Þar er víða algengt að lofthæð sé þrír metrar eða meira, sérstaklega ef herbergi eru stór. Víða er þar líka farið mj ög frj álslega og skemmtilega með rýmismyndun innan dyra enda er hún mikilvægur hluti af nútíma byggingarlist og oft ekki dýr. I þessum húsum er oft eins og fargi sé létt af fólki - það réttir ósjálfrátt úr sér og fær nýja reisn. Þegar heim er komið í íslenskar íbúðir þrengir að. Það er eins og eitthvert ofurvald hafi komið því til leiðar að lofthæð í íslenskum íbúðum skuli alls staðar vera sú sama - 2.40 m - allt að því heilög tala. Leikur með spennandi loftrými hverfur og lofthæð íbúða virðist víðast hvar hníga í þetta sama far. I nokkrum gömlum húsum er að vísu meiri lofthæð og þar andar maður ósj álfrátt léttar og réttir úr sér. Hvar gæti orsakanna verið að leita ? Skilja íslenskir arkitektar ekki mikilvægi spennandi og breytilegrar rýmis- myndunar í byggingarlist eða eru hér einhver önnur öfl að verki? Ef grannt er skoðað má finna það lágmarksákvæði í byggingarreglu- gerð að lofthæð í íbúðarherbergjum megi ekki vera minni en 2.40 m, en hvers vegna verður þetta lágmark víðast hvar líka hámark? Víðast hvar á Islandi er gatnagerð- argjald reiknað út samkvæmt svonefndri rúmmálsgjaldskrá, en í reglugerð um gatnagerðargjöld í Reykjavík segir: „ Af öllum nýbygg- ingum, svo og stækkunum eldri húsa hvort sem er á eignar- eða leigulóð í Reykjavík, skal greiða gatnagerðargjald.... Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er hverj u sinni á vísitöluhúsinu skv. útreikn- ingi Hagstofu Islands, að frá- dregnum kostnaði við gatnagerð pr. rúmmetra... Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. N æsta nýtanleg hæð undir þaki skal telj ast að rúmmáli flatarmál hennar marg- faldað með 3.30 m.“ I Reykjavík þarf sá sem byggir ein- býlishús með eða án tvíbýlisaðstöu nú samkvæmt þessu að greiða kr. 2.670 ígatnagerðargjaldafhverjum rúmmetra sem hann byggir (ág. ”92). Ef byggjandi sem ætlar að byggja 200 fermetra einbýlishús vill „rétta úr kútnum“ og auka lofthæð hjá sér um 1 mþarfhannaðgreiðaReykja- víkurborg 534-000 krónur fyrir þá heimild eina, þótt borgin þurfi ekki að stofna til neins kostnaðar vegna þessa eða þetta aukna rými skapi aukið álag á götur, lagnir eða opinber mannvirki. Hér er ekki verið að gagnrýna sveitarfélög fyrir að taka sanngjarnt gjald fyrir veitta þjónustu heldur verið að benda á að lítil sanngirni getur verið fólgin í gjaldtöku fyrir enga þjónustu. Það getur heldur ekki talist æskilegt að gjaldtaka sveitarfélaga hafi mikil áhrif á bygg- ingarlist eða það hvort menn vilji frekar byggja hús með flötu þaki en risi til þess að sleppa við opinber gjöld. Annað form á þessari gjald- töku, sem hefði minni áhrif á bygg- ingarlist, en gæfi sveitarfélögum sömu krónutölu gæti verið að reikna gatnagerðargjald af nýtanlegum gólffleti húsa samkvæmt skipulagi eða lóðarstærð, eða margfeldi af þessu tvennu. Hvort tveggja væri mikil bót á núverandi gjaldtöku. - Gefum okkur sjálfum þá sjálfsögðu gjöf að fá að rétta úr kútnum! ■ 28

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.