Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 34

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 34
Markaðshlutdeild stálgrindarhúsa í Finnlandi. verður áleitin hvers vegna sam- svarandi þróun hafi ekki átt sér stað hérálandiefhafter í huga að stein- steypa er hér mun dýrari en í ná- grannalöndunum. Erum við ein- ungis eftir í þróuninni og er þetta það sem koma skal ? Hér á landi eru stálgrindarhús nær eingöngu skemmur á einni hæð en steinsteypan allsráðandi við alla mannvirkjagerð. Skýringanna hlýtur fyrst og fremst að vera að leita í hefðinni og því er ekki að neita að hönnuðir og byggingar- fyrirtæki hafa náð góðum afköstum og góðum tökum á steinsteypunni. Einn af kostum stálvirkis er m.a. að það hentar vel til verksmiðju- framleiðslu sem síðan er eingöngu sett saman á vinnustað þannig að byggingartími verður oft mjög skammur, þar er oft verið að tala um vikur í stað mánaða. Þetta getur síðan haft í för með sér verulegan sparnað ífjármagnskostnaði. I þessu sambandi kemur upp í hugann flugskýli á Keflavíkurflugvelli, sem flutt er hingað í pörtum. Hér á landi munu menn standa frammi fyrir vaxandi erlendri sam- keppni tilbúinna verksmiðjuhúsa úr stáli. Þessarar samkeppni hefur mest gætt í stórum skemmum en á undanförnum árum hafa einnig orðið miklar framfarir í notkun stáls í íbúðarhúsum víða erlendis og gæti komið til vaxandi samkeppni á því sviði. Hluti slíkra bygginga hefur vaxið umtalsvert t.d. í Banda- ríkjunum og Kanada en þess má geta að um fjórði hluti einbýlishúsa í Bandaríkjunum er búinn til í verksmiðjum. Vélsmiðjan Héðinn hefur reyndar þegar byggt a.m.k. tvö einbýlishús úr stáli og virðist þar vera um verulega lækkun byggingar- kostnaðar að ræða miðað við hefðbundnar byggingaraðferðir. Áætlað verð fyrir 135 nÁ hús, þ.e. allt efni til að gera húsið fokhelt ásamt einangrun og teikningum af stálgrind, sökkli og útliti um 1,5 millj.kr. Enn eitt atriðið sem áhrif getur haft á þessu sviði er að staðlar varðandi brunavarnir o.fl. er snertir bygg- ingarreglugerðir munu verða sam- ræmdir á næstunni. Ekki þykir heldur ólíklegt að innan tiltekins árafjölda verði þess krafist af tilboðsaðilum að þeir hafi tilskilið vottorð (ISO 9000) við smíði og framleiðslu stálmannvirkja. Félag málmiðnaðarfyrirtækja og Sindra-Stál hf. efndu nýlega til ráðstefnu sem sótt var af um 60 manns úr verktaka- og byggingar- iðnaði þar sem skoðaðar voru sérstaklega reglur varðandi brunavarnir stálmannvirkja. Þar kom fram að brunavarnir og reglugerðir þar að lútandi hafa vafist nokkuð fyrir mönnum hérlendis og að kröfur hafa að öllum jafnaði verið strangari en í öðrum Evrópulöndum en þetta mun verða samræmt á næstunni. Ljóst er að kostir stál- grindarhúsa hafa verið stórum vanmetnir hér á landi og þyrftu að koma til álita sem kostur við hönnun bygginga mun oftar en verið hefur. Það mun sýna sig á næstu árum að stál í byggingariðnaði er í sókn enda getur það verið ódýr, traust og örugg lausn. Það er jafnframt ljóst að Islendingar verða að ná góðum tökum á hönnun og framleiðslu stálgrindarhúsa til að verða samkeppnishæfir íframtíðinni. ■ 32

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.