Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 36

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 36
leiðir að vinna, efhi og álagning þess sem byggir kostar margfalt meira en ef um fleiri eins hús væri um að ræða. En væri hægt að lækka byggingar- kostnað á annan hátt en hér á undan getur? Ef hönnuður fær borgað fyrir að hanna 50 eins hús getur hann eytt allmiklu meiri tíma í hönnunina sjálfa en ef um væri að ræða eitt einstakt hús (ekki þarf að minna fagfólk á lága taxta á hönnun sem ráða ríkjum þessa dagana). Betri hönnun gefur betra hús, og betra verð. Þá er það spurningin um útfærslu á hinum ýmsu byggingarhlutum, einsogt.d þakskeggi, áferð áveggj- um, hita- og vatnslögnum svo eitt- hvað sé nefnt. Erlendis leggja menn gjarnan lagnir utan á veggi og er að mínu mati alls ekki til óprýði ef lagnireru lagðar á skipulegan og snyrtilegan hátt. Veggi er ekki endilega nauðynlegt að pússa sé steypt með góðum mót- umog áveggisem þarfað einangra má einangra (og klæða) utan frá sé það talinn hagstæður kostur. En vilja Islendingar búa í eins húsi ognágranninn? Eg geri fastlega ráð fyrir því, náist verð niður að ein- hverju ráði. Væriunntað lækkaverð raðhúsa niður í það að vera svipað eða að- eins hærra en verð á stórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu væru ábyggilega margir sem vildu frekar búaíraðhúsi þráttfyrirað útfærsla á ýmsu í húsinu væri ekki eins „fín” og í íbúðinni. Hér á undan hef ég stuttlega reynt að benda á fáein atriði sem gætu orðið til þess að lækka byggingar- kostnað og gert fólki sem á því hefði áhuga kleift að flytja inn í eign með sérinngangi og garði. Flestir eru mér sammála í því að með fyrmefndumhugmyndumværi hægt að ná fermetraverði í rað- húsum/einbýlishúsum mikið niður, en hvort slík lækkun myndi skila sér til kaupenda er óreynt. Hinn íslenski kaupandi kaupir fermetra en ekki eignina í heild sinniog þarf þvíallmiklahugarfars- breytingu til þess að hann og ekki síður þeirsembyggjaogseljafariað hugsa um gæði og verð sem eitt samhangandihugtak. Þaðdyttiekki nokkrum manni í hug að kaupa bíl eftir því hversu margir rúmmetrar hann væri en samt kaupa menn eignir sem eru tíu til fimmtán sinnum verðmeiri en bíll með þessu hugarfari. ■ ARKITEKTiUR OG SKIPULAG TÍMARITIÐ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA OG FJALLAR Á FAGLEGAN HÁTT UM BYGGINGARLIST, SKIPULAG OG UMHVERFISMÁL. ÞETTA TÍMARIT ER SAMEIGINLEGUR VETTVANGUR ALLRA ÞEIRRA SEM FÁST VIÐ SKIPULAG, HÖNNUN, MANNVIRKJAGERÐ OG ALMENNA UMHVERFISMÓTUN, BÆÐI SÉRFRÆÐINGA, SVEITARSTJÓRNARMANNAOGFÓLKSSEM HEFURALMENNANÁHUGAÁÞESSUM MÁLUM. ÁSKRIFT 1992 Ég óska að greiða áskriftargjald að Arkitektúr og skipulag árlega með greiðslukorti þar til fyrirmœli berast um annað: Nafn Kennitala Heimili Staður Póstn Euro Visa Kortnúmer.... Gildirtil Áskriftargjald hérlendis er KR. 2500 og USD. 75.00 erlendis. Sendið til SAV, Garðastrœti 17,101, Reykjavík, ísland. Eða hringið (91) 616577, Fax: 616571. Sé greitt með gíró eða í sparisjóðum: Banki: 1135, reikn: 7737, kennitala: 490388- 1419.

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.