Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 39

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 39
Ráðstefnugestir frá íslandi. skýrslum til Sameinuðu þjóðanna um framkvæmdir á sviði umhverfis- mála og hvernig miði að ná þeim markmiðum sem sett eru í áætluninni. SKÓGAR JARÐAR I yfirlýsingunni um skóga jarðar er mælt með því, að hvert land fyrir sig meti áhrif efnahagsþróunar á skóga sína og geri ráðstafanir til þess að draga úr skaðlegum áhrifum efnahagsþróunar á skóglendi j arðar. Yfirlýsingin hefur ekki lagagildi. Það sem nú hefur verið talið má telja hinn formlega fyrirliggjandi árangur ráðstefnunnar í Ríó. En árangurinn er auðvitað annar og meiri en þetta. Flestir eru nú sammála um að þessi ráðstefna hafi markað þáttaskif í sögu og þróun umhverfismála í veröldinni. Ekki bara vegna þess að þetta var fjöl- mennasta ráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nokkru sinni haldið. Ekki bara vegna þess að aldrei hafa jafnmargir ríkisoddvitar komið saman til skrafs og ráðagerða og heldur ekki vegna þess að aldrei hafa fulltrúar jafnmargra þjóða sest á rökstóla til að bera saman bækur sínarumaðsteðjandivanda. Heldur vegna þess að æ fleirum er nú ljóst að tími umræðu er liðinn og tími aðgerða hafinn og setja verður sjónarmið sjálfbærrar þróunar í öndvegi ef við ætlum að halda jörðinni byggilegri fyrir komandi kynslóðir. Enginn vænti þess í alvöru og það var ekki raunhæft að tala í þá veru að á ráðstefnunni yrði umhverfis- vandi veraldarinnar leystur í eitt skipti fyrir öll. Til þess er vandinn að sjálfsögðu of mikill og marg- slunginn. Því verður ekki með neinum rökum haldið fram að ráðstefnan hafi ekki skilað árangri. Þegar frá líður og fram í sækir og jafnvel nú þegar, efast ég ekki um að Ríóráðstefnan verður ekki aðeins talin marka tímamót, heldur vera heimssögulegur viðburður vegna þess að þar urðu raunverulega þátta- skil í baráttunni fyrir betra umhverfi. ÞYÐING FYRIR ÍSLAND Margir spyrj a sem svo hver sé þýðing þessarar ráðstefnu og þess sem þar gerðist fyrir Island. Um það mætti auðvitað skrifa langt mál. Hér skal aðeins á tvennt drepið, sem stendur upp úr. I fyrsta lagi er það deginum ljósara, að við getum ekki haft aðrar reglur í umhverfismálum en aðrar þjóðir. Þá er sama hvort um er að ræða að losun skaðlegra efna út í umhverfið eða hvort eigi að hafa hvarfakúta á bílum til að draga úr mengun. I öðru lagi verðum við að auka verulega aðstoð okkar við þróunarlöndin. Ein af tekjuhæstu þjóðum heims getur ekki skipað sér á bekk með þeim sem allra minnst leggja af mörkum. Við erum og verðum að því spurð hvers vegna við látum ekki meira af hendi rakna en raun ber vitni. Við þeirri spurningu verðum við að eiga betri svör en nú eru til. Við eigum á árunum fram til aldamóta að auka þessi framlög í áföngum uns við höfum náð því markmiði sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett og Alþingi Islendinga í raun staðfest. Ég hef stundum sagt að við þyrftum að tileinka okkur ný viðhorf í umhverfismálum. Viðhorf hins gamla veiðimannaþjóðfélags þar sem áhyggj ulaust var hægt að ganga á auðlindir j arðar eins og þær mundi aldrei þrjóta standast ekki lengur. Þau hafa gengið sér til húðar. Við verðum að tileinka okkur viðhorf sem taka mið af því að hagsmunir allra jarðarbúa eru samtengdir í umhverfismálum og þótt við Islendingar byggjum eyland í skilningi landafræðinnar þá er það í rauninni þannig að í umhverfis- málum eru engar eyjar lengur til. Það er mikilvægur þáttur þeirra nýju viðhorfa sem við verðum að tileinka okkur. ■ 37

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.