Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 47

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Side 47
Hugmynd að húsi Tryggva Hansens myndlistarmanns. búnar til einstakar lóðir í tengslum við hæðarhrygg sem liggur norðan og vestan við listamiðstöðina eins og mynd 2 sýnir. Gert er ráð fyrir því að þeir sem þarna byggja hafi mjög frjálsar hendur um mann- virkjagerð að öðru leyti en því að þeir þurfa að nota torf og grjót að einhverju leyti. Margir listamenn hafa að undan- förnu sýnt þessu svæði áhuga og eru hér sýndar tvær hugmyndir sem komnar eru fram að byggingum frá Pétri Bjarnasyni myndhöggvara og Tryggva Hansen myndlistamanni. Fullyrða má að þessi tilraun lofi mjög góðu og vert er að hvetja forráðamenn annarra sveitarfélaga til að kynna sér hana. A skipulagi svæðisins eins og það er núna er gert ráð fyrir níu sérstæðum vinnustofum auk sambyggðra verkstæða norðan við Listamið- stöðina. Ef eftirspurn verður meiri en þetta er hugsanlegt að skipuleggj a viðbótarsvæði fyrir sunnan Keflavíkurveg, en þar mætti með góðu móti koma fyrir álíka fjölda af vinnustofum. ■ G.Ó. 45

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.