Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 51

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Blaðsíða 51
VILNIUS, HÖFUÐBORG LITHÁENS JUOZAS VASKEVICIUS ARKITEKT, FORM. ARKITEKTAFÉLAGS LITHÁENS. Juozas Vaskevicius er fæddur í bænum Griskabudis í Vilnius árið 1924. Hann lauk námi í arkitektúr í byggingarlistardeild „Kaunas Polytechnical Institute“ árið 1924 og hóf þá störf í Vilnius. Þar sá hann m.a. um varðveislu bygginga og var yfirarkitekt þessa svæðis frá 1952 - 1961. Hann vann í skipulagsdeild borgarinnar sem arkitekt og skipulagsfræðingur og yfirarkitekt hönnunarmála frá 1961-1990. Hann hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Arkitektafélag Litháens og var formaður þess 1966 - 1970 og aftur frá 1990. Hann hefur hannað fjölmargar byggingar bæði í Vilnius og víðar og skipulagt margar borgir í Litháen í samstarfi við aðra, m.a. Vilnius, Klaipeda og Palanga. Hann hefur einnig ritað fjölmargar greinar í fagrit og tímarit og setið í byggingarlistarráði Vilnius og Litháens. Arkitektafélag Litháens er óháð fagfélag skapandi fagmanna og hefur nú 987 félagsmenn. Þetta félag heldur uppi því starfi sem hafið var með Félagi verkfræðinga og arkitekta í Litháen, sem stofnað var 1925, en lagt niður 1940. Arkitektafélagið var endurreist árið 1990. yilnius, höfuðborg Lit- háens og stærsta borg lýðveldisins liggur í suð- austurhluta Litháens. Borgin þekur um 280 km2.1 henni búa um 600.000 manns eða um 16% af íbúafjölda landsins. Talið er að stórfurstinn Gediminas hafi stofnað Vilnius. Hann byggði kastala á þessum stað og gerði Vilnius að höfuðborg hertoga- dæmisins Litháens. Talið er að borgin hafi verið stofnuð árið 1323, þótt fomleifarannsóknir sýni að fólk bjó þar fyrir meira en tvö þúsund árum í þorpi sem var víggirt með timburgirðingu. Vilnius liggur við mót tveggja fljóta, Neris og Vilnia. A þessum stað var Efri kastalinn byggður á hæð einni, en fætur þessarar hæðar sem einnig voru víggirtar fengu síðar nafnið Lægri kastali. Bærinn óx til suðurs frá kastalanum og á árunum 1503- 22 var bærinn víggirtur með 2,4 km löngum borgarmúr með 10 hliðum og varðturnum. Borgin stækkaði ört og náði fljótlega þeim mörkum sem nú eru nefnd Gamli borgar- hlutinn. V ilnius var þá með stærstu borgum í Austur-Evrópu og er þessi borgarhluti ómetanlegur minnis- varði um þá tíma. í byggingarlist V ilnius má finna allar sögulegar stíltegundir, allt frá got- neskumstíl ogendurreisnarstíl til sígildrar og staðbundinnar bygg- ingarlistar auk afbrigða af gotn- eskum stíl. í langri sögu Vilniusborgar hefur borgin átt bæði vaxtar- og vel- megunarskeið, en einnig hefur hún mátt þola miklar skelfingar, bæði stríð, eyðileggingu, eldsvoða, hungur og plágur. Með Lublin- Líkan af íbúðarhverfinu Suderve í Vilnius, 1991. Arkitekt, A. Gucas. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.