Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 54

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 54
UTBOÐ OG HONNUN RIMASKÓLA f júní sl. óskaði Reykjavíkurborg eftir því við fjórar arkitektastofur og fjórar verkfræðistofur að þær gerðu heildartilboð í hönnun Rimaskóla, samkv. útboðslýsingu. Stjórn Arkitektafélags íslands og stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga komust að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að þetta útboð væri óaðgengilegt og óæskilegt fyrir þessar stéttir. Engu að síður skiluðu allir ofangreindir aðilar tilboði í verkið, auk einnar arkitektastofu/ verkfræðistofu til viðbótar sem reyndist vera lægstbjóðandi og hlaut verkið. Þetta útboð hefur vakið talsverða athygli og umræður og því var leitað til nokkurra aðila úr hópi arkitekta, verkfræðinga og starfsmanna Reykjavíkurborgar og þeir beðnir að tjá sig um þetta nýmæli. Umsögn þessara aðila fer hér á eftir. ( ritstj.) HJÖRLEIFUR B. KVARAN FRAMKVÆMDARSTJ. LÖGFRÆÐI- OG STJÓRNSÝSLU- DEILDAR REYKJAVÍKURBORGAR. Nokkur umræða hefur átt sér stað á undan- förnum misserum um kostnað Reykja- vegna hönnunarvinnu og á það jafnt við þóknun arkitekta sem verkfræðinga og annarra ráðgjafa. Hefur mörgum þótt þessi kostnaðarliður nokkuð hár þegar litið er til einstakra framkvæmda en aðrir hafa bent á að hönnunar- kostnaður sé fremur lágur þegar litið er til heildarkostnaðar verksins. Við val á arkitektum hjá Reykja- víkurborg hafa ýmsar leiðir verið farnar og skulu þessar nefndar. I fyrsta lagi hefur arkitekt verið ráðinn af þeim aðilum sem ábyrgð bera á tiltekinni framkvæmd. I öðru lagi hefur arkitekt verið valinn að undangenginni opinni samkeppni. I þriðja lagi hefur arkitekt verið ráðinn á grundvelli lokaðrar samkeppni. I öllum ofangreindum tilvikum hefur þóknun ákvarðast af gjaldskrá fagfélagsins. I fjórða lagi hefur arkitekt verið ráðinn á grundvelli alútboðs og hefur þá verktaki annast greiðslur til arkitektsins og hefur þóknun hans því verið hluti af heildar- tilboðsfjárhæð í verkið. Fjölmargir arkitekar hafa gagnrýnt þær aðferðir sem einkum hafa verið viðhafðar þegar ákveðið hefur verið hver skuli teikna tiltekið mann- virki. M. a. af þeirri ástæðu og til þess að leita eftir ódýrari hönnun ákvað borgarstj óri að efna til útboðs á allri hönnun Rimaskóla sem væntanlega verður byrj að að byggj a á næsta ári. Lögfræði- og stjórnsýsludeild Reykjavíkurborgar vann ásamt skólaskrifstofu útboðsgögn, sem voru send fjórum arkitektastofum og fjórum verkfræðistofum en allir þessir aðilar hafa unnið mikið fyrir Reykjavíkurborg með ágætum árangri. Ollum var fyrirfram gerð grein fyrir tilhögun útboðsins og æsktu allir eftir að fá að taka þátt í því. Samkvæmt útboðsgögnum átti að skila tilboði í heildarhönnun Rimaskóla í samræmi við húsrýmis- áætlun og önnur útsend gögn. Var því um að ræða arkitektateikn- ingar, allar verkfræðiteikningar, lóðarhönnun, gerð útboðsgagna o.fl. Fljótlega eftir útsendingu útboðs- gagnanna kom í ljós, að samstarf myndaðist meðal þeirra verkfræði- og arkitektastofa sem útboðsgögnin fengu, þannig að gera mátti ráð fyrir fjórum tilboðum, en það var ekki skilyrði, að arkitektastofurnar veldu með sér til samstarfs einhverja af þeim verkfræðistofum, sem gögnin fengu send, eða öfugt. Félag ráðgjafaverkfræðinga en einkum þó stjórn Arkitektafélags Islands settu sig á móti þessari útboðsleið og voru gerðar athugasemdir við útboðsgögnin. Bárust borgarstjóra og borgarráði bréf frá Félagi ráðgj afaverkfræðinga og Arkitektafélagi íslands, sem jafnframt fór fram á við félagsmenn Al, að þeir tækju ekki þátt í hönnunarútboðinu. Engar athugasemdir bárust frá þátt- takendum um gerð útboðsgagn- anna eða um tilhögun útboðsins. Þrír af þátttakendum tilkynntu hins vegar bréflega í byrjun júlí, með vísun til áskorunar stjórnar AÍ, að þeir tækju af félagslegum ástæðum ekki þátt í útboðinu, Varþá ákveðið að bjóða einni verkfræðistofu til viðbótar að taka þátt í útboðinu. Verðtilboð í hönnun Rimaskóla bárust frá öllum þeim aðilum, sem fengu útboðsgögnin send og voru “Fjölmargír arkitekar hafa gagnrýnt þær aðferðir sem einkum hafa verið viðhafðar þegar ákveðið hefur verið hver skuli teikna tiltekið mannvirki.” 52

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.