Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 56

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 56
enginn þeirra tillögu eins og farið hafði verið fram á. Aætlaðar stærðir bygginga voru gefnar upp í fermetrum og því gáfu þátttakend- urnir sér ólíkar forsendur um rúmmál þeirra. Þannig gerði lægsta tilboðið ráð fyrir 30 % minni byggingu en hið hæsta, og er því auðskýrður sá sparnaður sem almenningi er talin trú um að náðst hefði fram (hönnunarlaun reiknast sem hlutfall af heildarkostnaði, sem áætlaður er á grundvelli rúmmáls). Hönnun verður sjaldan betri en þær ákvarðanir sem til grundvallar liggja. I þessu er m.a. fólgin skýringin á miklum hönnunarkostnaði við einstakar stórbyggingar nú á síðustu árum. Þegar forsendur byggingar- áætlunar eru ólj ósar eða þeim breytt á miðjum byggingartíma, kallar það á endurhönnun, sem verður dýrari eftir því sem byggingin er flóknari og fleiri ráðgjafar koma við sögu. Slæm reynsla hefur fengist af því að hefj a framkvæmdir áður en hönnun er að fullu lokið sem og því að vanáætla hönnunar- og fram- kvæmdartíma. Ef borgaryfirvöldum er full alvara með þeim ásetningi að ná fram aukinni hagræðingu í byggingar- málum, þá er vandaðri undir- búningur og markvissari ákvarð- anataka áður en að hönnun hefst öruggasta leiðin að því marki. Þáttur undirbúningsvinnu, s.s. gerð for- sagnar og rýmisáætlunar, hefur mj ög verið vanmetinn hér á landi, oft með herfilegum afleiðingum fyrir skattgreiðendur. I flestum löndum er slíkur undirbúningur tekinn alvarlega, enda eru þær ákvarðanir sem mestu ráða um byggingar- kostnað teknar á þessu stigi. Það er dýrt að byggja, og enn dýrara ef höndum er kastað til undir- búnings, ákvarðanatöku og hönnunar. Ekki er nægilegt að einblína á stofnkostnað þegar mat er lagt á hagkvæmni bygginga. Góð hönnun og vandað efnisval skilar sér í flestum tilvikum margfalt til baka í minni viðhalds- og rekstrar- kostnaði, verðmætari fasteign og síðast en ekki síst, betra og manneskjulegra umhverfi. Á síðustu áratugum hefur stórum hluta af þjóðarauði Islendinga verið sóað í illa hönnuð og illa byggð hús, vegna þess að skammtímasjónarmið hafa verið allsráðandi í bygging- armálum. Löngu er orðið tímabært að þeim óskunda linni en vanhugsað kák á borð við ofangreint hönnunar- útboð er ekki spor í rétta átt ■ GUNNAR TORFASON RÁÐGJAFAVERK - FRÆÐINGUR. að hefur lengi verið mín skoðun að opinberar byggingar, þá ekki síst kirkjur, eigi að endur- spegla það nýjasta og besta í arkitektúr hvers tíma. Það sama gildir að sjálfsögðu um verkfræði- lega hönnun, burðarvirki, lagnir og umhverfisþætti. Til þess að ná fram bestum árangri er hugmynda- samkeppni tvímælalaust ein raun- hæfasta aðferðin. Hvernig á að velja þátttakendur? Ef sköpunarmeistarann vantar og hafi menn sofnað á verðinum, hætt að fylgjast með þróun tækninnar, þá er ekki von á neinni nýsköpun. Samkeppni um hönnun á að vera af hinu góða og þar hafa hönnuðir tækifæri til að draga fram það besta sem þeir geta sýnt. Það er skilyrði að rétt sé staðið að útboði á hönnun, ef árangur á að vera í samræmi við væntingar verkkaupa. Alt bendir til þess að ekki hafi verið rétt staðið að útboði á hönnun Rimaskóla fyrir Reykjavíkurborg og er það miður. Reykjavíkurborg hefur sýnt það í mörgum verkum að þar fer stórhuga og metnaðarfullur verkkaupi. Borgin má því ekki kasta höndum til útboðsgagna þegar um er að ræða útboð á hugverkum, hönnun. Byggingarkostnaður samanstendur af verktakakostnaði, hönnunarkostnaði og ýmsum óbeinum kostnaði, svo sem undir- búningi, eftirliti og fjármagns- kostnaði. Markmið verkkaupa ætti að vera að lágmarka summuna af þessumkostnaðarþáttum. Odýrasta hönnun tryggir ekki ódýrasta verktakakostnaðinn og ekki lægsta heildarkostnað. Dæmin sýna að vandaður undirbúningur er líklegri til að tryggja snurðulausa verk- framkvæmd. Skólabygging eins og Rimaskóli á að vera metnaðarfullt verkefni bæði fyrir verkkaupa og hönnuði. Vönduðhönnun, semskilarvistlegu umhverfi, hefur um leið jákvætt uppeldislegt gildi fyrir þá kynslóð sem fær að stunda hér nám. Um leið er hún augnayndi íbúa í nágrenninu. Það er eðlileg ósk verkkaupa að vilja vita fyrirfram um hönnunar- kostnað og eiga arkitektar og ráð- gjafaverkfræðingar að fagna því að fá tækifæri til að taka þátt í hug- myndasamkeppni og um leið sam- keppni um hagkvæmustu heildar- lausn. Gera verður meiri kröfur til Reykjavíkurborgar og annarra stórra verkkaupa en hins almenna borgara þegar um er að ræða gerð útboðs- gagna fyrir hönnunar-samkeppni. N ægar fyrirmyndir, staðlar og reglur eru til staðar, bæði innlendar og frá nágrannalöndum, til að styðjast við. Á markaðnum eru starfandi ráðgjafar, sem treystandi er til að semja slík útboðsgögn. Ef til vill væri ráðlegt að fela kunn- áttumönnum að semja næstu útboðsgögn. Með þvt má auka líkur á að siðareglum verði fylgt, að kostnaður bygginga verði í lágmarki og fagurfræðilegir þættir í hámarki og að best verði komið á móts við væntingar verkkaupa og metnað hönnuða. ■ 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.