Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 57

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Síða 57
STEFÁN HERMANNSSON AÐSTOÐARBORGAR- VERKFRÆÐINGUR. Hönnun er áhugavert, skapandi, mikilvægt og eftirsótt verkefni og skiptir miklu fyrir verkkaupa að hann stuðli að því með ákvörðunum sínum að vel takist til. Þegar verkkaupi er opinber aðili varðar samfélagið allt hvernig að þessu er staðið. Mikilvægustu verkefni verkkaupa í þessu sambandi eru venj ulega þessi: Að gera forsögn og ákveða verk- efninu forsendur, að velja hönnuði og gera við þá samninga, að fylgjast með hönnun, áætlanagerð og undir- búningi, að ákveða útboðsform og útboðsáfanga, að sjá um fjár- hagslegt og tæknilegt eftirlit. Við þessi verkefni sín getur verkkaupi stuðst við eigin reynslu, notað ráðgjöf eftir atvikum. I þessu efni eru að mínu mati ýmsar leiðir færar, aðalatriði er að rata þá leið sem valin er. Utboð á hönnun Rimaskóla var ekki á vegum borgarverkfræðings og útboðsgögn ekki unnin á veg- um embættisins, ég hef ekki séð tilboðin né tillögurnar og hvorki get né vil fjalla um þetta útboð sérstaklega. Eg hef hins vegar fallist á að setja á blað hugleiðingar um útboð á hönnun í tilefni af umræðum sem af þessu útboði hafa spunnist. Á ferð um Danmörku á síðasta ári hitti ég yfirverkfræðing umferðar- deildar í einum af stærri bæjum þar í landi og sagði honum að Reykjavíkurborg keypti nær alla hönnun að, ef undan eru sk ilin mj ög sérhæfð verkefni, t.d. Vatnsveitu og Rafmagnsveitu. Hann undraðist þetta mjög og taldi lágmark að starfsmenn deildarinnar hönnuðu 25 % af verkefnum beinlínis til að halda innan stofnunar nægilega mikilli faglegri þekkingu til að geta dæmt um verk ráðgjafa og til að geta gert við þá haldgóða samninga. Hér á landi er sjaldgæft að slíkt jafnvægi haldist, virðist eins og við höfum tilhneigingu til að hafa hlutina ýmist í ökla eða eyra, þannig kaupir það embætti sem ég starfa við nánast alla hönnun að, en hinum megin við götuna er Vegagerð ríkisins sem hannar flest- öll sín verk sjálf. Þó einkavæðing sé í tísku og geti verið ágæt er það skoðun mín að farsælt sé að í stofnunum séu starfsmenn með faglega þekkingu, þó að þar þurfi alls ekki að vera sérfræðingar á öllum sviðum. Fyrir nokkrum árum hélt ég því út frá því markmiði að mynda grund- völl útboða eins og IST 30 um útboð og samninga um verklegar fram- kvæmdir. Við höfum orðið allmikla og langa reynslu af útboðum á verklegum framkvæmdum. Ekkert er full- komið, útboðin hafa töluverðagalla, t.d. þann að þau hafa leitt til of lágra tilboða sem aftur hefur leitt til þess að meðallíftími íslenskra verktakafyrirtækja var til skamms tíma aðeins 6 ár. En þau hafa líka verulega kosti og líklega er sá stærsti að þau mynda oftast nær sanngj ama og hlutlausa aðferð fyrir verkkaupa til að velja verktaka til að vinna verkið. “Annan kost hafa hönnunarútboð ótvírætt en hann er sá að samning útboðsgagna hvetur verkkaupa til að taka afstöðu til ýmissa forsendna þegar í upphafí.” fram að útboð á hönnun væri ófær leið og vissulega eru á henni ýmsar torfærur. I dag tel ég hana vel færa, a.m.k. í þeim verkefnum þar sem unnt er að skilgreina verkefnið að öllu eða langmestu leyti, þá einnig hvert framlag ráðgjafa sé og jafnvel hvaða aðferðum sé beitt. Á síðasta ári tókum við starfsmenn borgarverkfræðings þátt í að móta IST 35, samningsskilmála um hönnun og ráðgjöf. Markmið með þeirri vinnu voru þau m.a. að geta gert haldbetri samninga við ráðgjafa, að stuðla að markvissum vinnubrögðum og minnka líkur á ágreiningi, en tilkoma staðalsins gerir útboðsleiðina fýsilegri þó að staðallinn sé ekki beinlínis unninn Stærsti kostur útboðs á hönnun er sá sami - hlutlaus aðferð við að velja hönnuð. (Samt skulum við ekki verða svo hrifnir af hlutleysinu að við þorum ekki að dæma menn eftir verkum sínum.) Það markmið að lækka hönnunarkostnað er því aðeins æskilegt að því fylgi ekki að framkvæmdakostnaður hækki vegna þess að hönnuðurinn hefur sparað sér fyrirhöfn við að athuga valkosti eða reikna nákvæmlega, né heldur að gæði mannvirkisins verði minni af sömu orsökum. Ef um hús er að ræða geta gæði þá bæði verið fólgin í endingu, viðhalds- og rekstrarkostnaði og svo því hvernig húsið þjónar tilgangi sínum og myndar aðstæður fyrir þá 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.