Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 66

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 66
H UGMYN DASAMKEPPNI UM INGÓLFSTORG OG GRÓFARTORG Seint á síðasta ári ákvað Reykjavíkurborg að tillögu skipulagsnefndar borgar- innar að láta fara fram lokaða samkeppni um tillögur að „Borgartorgi“ á því svæði sem nefnt hefur verið Hótel Islandsplan eða Hallærisplan og Steindórsplan. Lagt var til að leitað væri til eftirfarandi arkitektastofa um tillögur að skipulagi, ásamt hugmyndum um notkun og útfærslu: 1. Elín Kjartansdóttir, Helga Benediktsdóttir og Haraldur Orn Jónsson 2. Hjördís Sigurgísladóttir og Gísli Sæmundsson 3. Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson 4. Knútur Jeppesen 5. Kristinn Ragnarsson 6. Manfreð Vilhjálmsson Skilafrestur var ákveðinn til 12. maí 1992. Dómnefnd skipuðu eftirtaldir aðilar. Tilnefndir af útbjóðanda: Elín G. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og ÞorvaldurS. Þorvaldsson, forstöðu- maður Borgarskipulags. Tilnefndir af Arkitektafélagi íslands: Pálmi Guðmundsson, arkitektogSigríður Sigþorsdóttir, arkitekt. Tæknilegir ráðgjafar dómnefndar voru Guðni Pálsson, arkitekt og Stefán Hermannsson aðstoðarborgar- verkfræðingur. Hjörleifur B. Kvaran, framkvæmdarstjóri lög- fræði- og stjórnsýsludeildar Reykja- víkurborgar var ritari dómnefndar. Dómnefnd valdi tillögu arki- tektanna Elínar Kjartansdóttur, Helgu Benediktsdóttur og Haraldar Grunnmynd af torgunum. 64

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.