Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 70

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 70
HALLDOR H. JONSSON ARKITEKT. MINNING Halldór H. Jónsson. Með Halldóri H. Jónssyni er horf- inn af sjónarsvið- inu einn mikil virkasti íslenski arkitekt þessarar aldar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og prófi í arkitektúr frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi árið 1938. Hann var formaður Arkitektafélags íslands 1943-1944, en gekk fljótlega úr því félagi og gerðist félagi í Verk- fræðingafélagi Islands, þar sem hann var félagi um áratuga skeið og var hann kosinn heiðursfélagi þess félags. Halldór var mikill afkastamaður. Hann rak eigin arkitektastofu í Reykjavík frá 1939, auk annarra starfa. Honum féll vel að vinna að teikningum á kvöldin og fyrri hluta nætur og teiknaði flestar byggingar sínar einn. Á langri starfsævi hannaði hann mörg stórhýsi víða um land, m.a. Hótel Sögu í Rvk., Iðnaðarhúsið íRvk., Háteigskirkju, Borgarneskirkju, skrifstofu- og iðnaðarhús Sameinaðra verktaka og Islenskra aðalverktaka í Rvk., Sumarbústaður Garðars Gíslasonar á Þingvöllum. 68

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.