Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 73

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 73
verður að vera rúm fyrir slíka arkitekta og þetta er sérstaklega mikilvægt ef íslenskir arkitektar vilja efna til samstarfs og verkefna í öðrum þjóðlöndum. Halldór náði því að þróa eigin stíl í byggingarlist sinni sem var það auðþekkjanlegur, að þegar ég var strákur að alast upp í Reykjavík var ég ekki í nokkrum vafa um hvaða byggingar hann hefði hannað. Það var líka alltaf sérstök tilfinning á þessum árum að koma á Hótel Sögu þar sem innréttingar, húsgögn og ljós voru ekki eins og alls staðar annars staðar. Þessum persónulega stíl var hann trúr þar til yfir lauk, hvað sem leið naumhyggju módernismans og öðrum ismum sem flæddu yfir heiminn. I þjóðfélagi eins og á Islandi, þar sem allir hlaupa á eftir tískunni, allt frá skólastrákum til ráðherra, - þar sem menn klæðast ýmist hólk- víðum buxum eða þvengmjóum, eins og unglingar hj á stórþj óðunum, er hollt að hafa kjölfestu eins og Halldór H. J ónsson til þess að milda þessar sveiflur. Það er ógæfa kollega hans í Arkitektafélagi Islands og missir fyrir íslenska byggingarlist að hafa ekki átt tækifæri til að hafa við hann meiri félagsleg samskipti meðan hans naut við. Hugsanlegt er líka að nútíminn og framtíðin líti verk hans nokkuð öðrum augum en sumir samtímamenn hans og starfsbræður, sem gagnrýndu hann fyrir að vera ekki algerlega bundinn af hugmyndafræði og spennitreyju módernismans. ■ G.Ó. AUTOCAD® Þakrenna Hönnun: Leifur Blumenstein BFÍ TFÍ Þorgeir Jónsson FAÍ Byggingameistari: ÍSTAK Blikksmiðja: Blikksmiðjan Höfði íbúðarhús í Setbergshlíð Hönnun: BATTERÍIÐ - Arkitektar Sigurður Einarsson FAI, Jón Ólafur Ólafsson FAÍ Byggingameistari: SH Verktakar Innrétting í afgreiðslu Offsetfjölritunar hf. Hönnun: Gylfi Guðjónsson FAÍ Teikning: Sigurður J. Jóhannsson FAI Meistari: Jón Bjargmundsson HAT - hönnun með aðstoð tölvu. Nokkur dæmi um notkun á íslandi. AutoCAD er alhliða teikni- og hönnunarforrit sem til er á ýmsar tölvutegundir og stýrikerfi, s.s. DOS, UNIX, MAC og VMS. Mikil útbreiðsla og sveigjanleiki gerir val þitt auðvelt. Pú finnur lykilinn að HAT-heiminum hjá: ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukaup hf. Skeifunni 17 Sími 687220 Fax 687260 71

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.