Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 74

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1992, Page 74
„ÞAÐ ER SVO MIKIÐ Lll í STEINUNUM" UMSJÓN: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR Brynhildur með varðhundana sína, sá eldri er 14 ára og var steyptur í mjólkurfernur á sínum tíma. Sá yngri er íslenski fjárhundurinn Kara. A myndinni sést fyrsta ker Brynhildar sem er frekar til skrauts en lýsingar enda mikil vinna lögð í það. Á kerinu stendur förukarl með staf, - eða lítil stúlka sem rekur út úr sér tunguna. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Heimsókn á Reykjaveg í Mosfellsbæ. Fallegir garðar vekja alltaf athygli og aðdáun þeirra sem skoða þá. Eigendurnir geta verið stoltir af verkum sínum þegar vegfarendur staldra við og gægjast inn í garðinn til að dást að því sem fyrir augun ber. Garðar sem vekja þessi viðbrögð veita öllum sem framhjá fara ánægju, en mest er þó ánægj a þess sem hefur hannað garðinn og stundað hann af þeirri kostgæfni sem til þarf. Einn af þessum görðum er við Reykjaveg í Mosfellsbæ, eigendur hans eru hjónin Brynhildur Einarsdóttir og Sigurbjörn Asgeirsson. Fegurð þessa garðs sést reyndar alls ekki öll frá götunni, því trjágróður er orðinn hár og há girðing meðfram veginum, en flest þau fallegu listaverk sem þar eru ásamt grósku- legum gróðrinum eru í skjóli fyrir 72

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.